Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 4
Timarit Máls og menningar að segja ólíklegt að þeir hafi haft nokkuð slíkt í huga. Eða skyldu þeir í raun og veru hafa svarað því hvort þau verk íslenzkrar málaralistar sem orðið hafa til á síðustu ára- tugum séu svo upprunaleg, ósvikin, auðug að þau þoli illkvittna tönn tímans betur en íslenzk bókmenntaverk frá sama tíma? Ég held varla, en hitt veit ég því miður af eigin reynslu að sumir þeir myndlistarmenn sem kallaðir eru meistarar á Islandi eru ekki álitnir annað en daufir skuggar á markaðstorgi þeirrar alþjóðlegu listmenningar sem hefur fóstrað þá. En þó að samanburður á gildi bókmennta og myndlistar þeirra tíma sem eru að Jíða sé örðugur, þá er annað atriði miklu áþreifanlegra og vænlegra til samanburðar; það er staða almennings gagnvart listum og bókmenntum, eða á hversdagslegu máli: spurn- ingin um „públíkum“ listamanna og rithöfunda. Ég ímynda mér að þeir menn sem finnst ólíklegt að íslenzkar bókmenntir síðustu ára haldi til jafns við myndlist (og jafnvel tón- list) kunni að hafa haft einmitt þetta atriði í huga, enda ræður það ærið mikiu, ekki aðeins um veraldargengi listamanna, heldur engu síður um alla möguleika þeirra til þroska. Ef listamenn eða rithöfundar hefðu varið þó ekki væri nema þeim tíma sem fór í eitt kokkteilpartí til að ræða þessa spumingu í alvöru þá hefði ef til vill farið svo að staða íslenzkra lista væri glöggari eftir listahátíð en á undan. Ef þeir hefðu nú byrjað að grufla út í þetta mundu þeir sennilega fyrst af öllu hafa rekið sig á að sú heilaga trú að „almenningur“ njóti verka þeirra er ekki aðeins dálítið ónákvæm, heldur gjörsamlega fölsuð mynd veruleikans. Að tala um almenning sem lista- og bókmenntanjótanda, þó aðeins sé gert í þeim skilningi að „públíkum" bókmennta og lista dreifist nokkumveginn jafnt um allar stéttir þjóðfélagsins, er sennilega hin mesta firra og sjálfsblekking. En þar eð „públíkum" listamanna er sú stoð og stytta sem gerir þeirn fært að starfa, — bæði veitandi og þiggjandi áhrifa ekki síður en verðmæta, — þá cr harla mikilvægt að vita hvaðan það fólk er úr þjóðfélaginu sem er til dæmis bakhjarl þeirrar myndlistar sem nú sækir mest á, og hverjir ent í andófsflokknum, hvaðan þeir eru sem halda uppi gervi- litteratúr, hvaðan þeir sem meta helzt aldamótabókmenntir, og þeir sem eru unnendur bókmennta svo framarlega sem þær hafa verið samdar fyrir þrjátíu árum, og hvaðan væri sprottinn sá visir að lesendahópi sem er nógu áhugasamur og, vér verðum líklega að leyfa oss að segja: framsýnn og víðsýnn og fordómalaus til að fylgjast með og veita móralskan stuðning sinn þeim framvörðum nýs tímabils 6em hefur kannski skotið upp fyrir sjóndeildarhringinn núna rétt áðan. Það fólk sem er með áhuga sínum og þátttöku bakhjarl þeirrar listar og þeirra bók- mennta sem eru að verða til, er ekki um aldur og ævi af óbreytilegum þjóðfélagslegum uppruna: „públíkum" listamanna færist til í þjóðfélaginu eftir því sem tímar líða. Bæði lislamönnum og þeim sem vilja fylgjast með þróun lista og bókmennta er mikilsvirði að vita um þennan félagslega uppruna, vegna þess fyrst að listamenn og neytendur lista skiptast á gagnkvæmum áhrifum, og djörfung listamanna er aldrei til lengdar mjög miklu meiri en víðsýni og þroski þeirra sem hlusta á þá. Og þá er ekki minna um vert fyrir listamenn að vita hvort „públíkum" þeirra er einhver samstæður hópur, sem hefur bol- magn til að veita þeim það liðsinni sem um munar, eða hvort það er aðeins einstaklingar á víð og dreif. Einmitt þegar þannig er litið á málin er auðséð að íslenzk myndlist hefur hin síðustu 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.