Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 87
Umsagnir um bœkur Jón Þorláksson éra Jón Þorláksson á Bægisá hefur vafa- laust verið kunnastur íslenzkra skálda um aldamótin 1800, en mjög er nú farið að fyrnast yfir þá frægð, og tiltölulega fáir munu gera sér fulla grein fyrir stöðu hans í íslenzkri bókmenntasögu. Þó skipar hann þar slíkan sess að ástæða er til að um hann væri fjallað í heilli bók. Þetta hefur nú gerzt í þeirri bók sem hér er rætt um,1 og því mun margur grípa til hennar með nokk- urri eftirvæntingu. Það skal sagt þegar í upphafi að bókin hefur einn kost, sem kalla má megineinkenni hennar: höfundur hefur ósvikinn áhuga á efninu og vill á allan hátt gera hlut séra Jóns sem beztan, en engu að síður hlýtur bókin að valda vonbrigðum á fleiri vegu en einn. Mikil áherzla er á það lögð að rekja ytri æviferil skáldsins sem vandlegast; en hvort- tveggja er að lífshlaup hans var ekki fjarska sögulegt og heimildir um einstök at- riði eru víða af skornum skammti. Höf. hefur því gripið til þess ráðs að drýgja frá- sögnina með margskonar fróðleik um for- feður séra Jóns og samtímamenn, og er sumt af því gagnlegt til skilnings á ævi- ferli skáldsins, annað virðist ærið langsótt og lítið erindi eiga í slíka bók. Þess gætir óþarflega víða að höf. getur í eyðumar, gerir séra Jóni og samtíðarmönnum hans upp hugsanir og aðgerðir sem litlar eða engar heimildir eru um, svo að frásögnin fær stundum á sig drjúgan blæ af ágizkun- um og vangaveltum, oft býsna langorðum. Höf. styðst nær eingöngu við prentaðar heimildir, og þá framar öllu við æviágrip Jóns Sigurðssonar, sem prentað var með Ljóðmælum séra Jóns, og við athugasemd- ir Jóns Þorkelssonar í minningarriti því 1 Sigurður Stefánsson: Jón Þorláksson, þjóðskáld Islendinga. Æfisaga. Almenna bókafélagið 1963. sem hann gaf út á 100. ártíð langafa síns. Ur þessum ritum eru komnar flestar stað- reyndir bókarinnar um sjálfan æviferil séra Jóns, eins og höf. tekur fram. En höf. hef- ur tekið þvílíku ástfóstri við söguhetju sína að hann leggur mikið kapp á að berja í alla bresti séra Jóns og færa honum hvem hlut til betri vegar — sem ekki er lastandi í sjálfu sér — en of mikið má að öllu gera. Mér virðist höf. jafnvel stundum ganga feti framar í þessu efni en Jón Þorkelsson, sem annars var ekki vanur að draga neitt af for- feðrum sínum. Það sem höf. leggur til frá sjálfum sér — auk þess viðbótarefnis sem drepið var á — eru framar öllu hugleiðingar um kveðskap séra Jóns, studdar mörgum tilvitnunum sem bregða upp allgóðri mynd af skáldskapar- íþrótt hans. Höf. skrifar af engu minni góðvild um kveðskap séra Jóns en um ævi hans, og jafnvel ennþá fremur, því að álit hans á kvæðunum verður naumast kallað annað en aðdáun. Og þessi aðdáun gerir það að verkum að honum fatast í heil- brigðu mati, skipar oft kvæðum séra Jóns í hærri sess en nokkru hófi gegnir. „Það væri ekki til neins að ætla að þoka séra Jóni Þorlákssyni upp á bekk hinna beztu íslenzku skálda,“ skrifaði Jón prófessor Helgason fyrir tuttugu árum í ritgerð sinni um skáldið, en þetta virðist höf. vera að reyna hvað eftir annað. Stundum tælir að- dáunin hann út í hreina fjarstæðu, eins og þegar hann talar um að séra Jón hafi lýst bamsmóður sinni „í einhverju fegursta harmstefi, sem íslenzk tunga á til: Sorgar- bára ýfir und, / elda rasta njórunn! / Freyju tára fögur hrund, / falleg varstu Jórunn!" Minna má nú gagn gera en því- lík upphafning af ekki meira tilefni. En því miður eru fleiri dómar bókarinnar um kveðskap séra Jóns af svipuðum toga spunnir og litlu betur rökstuddir. Mesta bókmenntaafrek séra Jóns eru vit- 197
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.