Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 51
Kangsnúin mannúð eða minna leyti á snærum Erlends sökum fátæktar og atvinnuleysis. Mér var kunnugt um eina fjöl- skyldu, sem hann var eitthvað hjálp- legur, en ég veit ekki í hve stórum stíl. Nokkrum persónum í tveimur öðrum fjölskyldum var hann innan- handar um atvinnu. Efalaust hefur hann lánað eða gefið mörgum, sem til hans leituðu eða hann sá aumur á, því að Erlendur var manna ófast- heldnastur á fé og margir þurfandi á kreppuárunum. En að hann hafi haft heila ættmennahópa að meira eða minna leyti á sínum snærum í þeirri veru, að hann hafi staðið undir þeim meira eða minna fjárhagslega, það er meira en ég kannast við eða menn, sem ég hef spurt. Hitt er rétt hjá Halldóri, að Er- lendur seldi hús sitt og mjög í skynd- ingu til þess að bjarga einhverjum, sennilega vini sinum eða kunningja úr einhverjum slæmum vanda. Hall- dór segir: „undan óþægilegu gjald- þroti“, og kann það satt að vera. Sú hjálp var mjög í leyndum, svo að ég komst aldrei eftir, hver hennar naut, né hvort hún var veitt vegna yfirvof- andi gjaldþrots eða annars öngþveit- is. En svo virtist sumum vinum Er- lends, sem hann hefði reitt af hönd- um allar þær fjörutíu þúsund krónur, er hann fékk fyrir húsið og lóðina, eða nánar sagt: hefði lítið eða ekkert eftir. Þetta gerðist snemma á stríðs- árunum. IX „Hús hans var að jafnaði fult gesta á hverri vöku,“ segir í Skálda- tíma. Þetta er fullmikið ýkt. Unuhús var tvær hæðir og lágt ris. Undir risinu var geymt ýmislegt haf- urtask. A næstu hæð fyrir neðan það voru fimm herbergi. Þau leigði Er- lendur. Þangað komu varla aðrir gestir en þeir, sem erindi áttu við leigjenduma. Á neðstu hæðinni var stofa allstór á þeirra tíma mælikvarða og tvö lítil herbergi og eldhús. Annað litla her- hergið var svefnhús Erlends, einnig Unu, á meðan hún lifði, en hitt her- bergið leigði Erlendur, að minnsta kosti fram á árið 1932, en síðar tók hann það til bókageymslu. Það er ekki ofmælt, að gestir hafi komið til Erlends flestöll kvöld (stundum líka á daginn) árin í kring. Venjulega tóku þeir að tínast að á ní- unda tímanum og stóðu við fram að klukkan hálftólf til eitt á miðnætti, stundum lengur. Að öllum jafnaði voru þeir ekki fleiri en það, að þeir rúmuðust í sæti í svefnherberginu, og þar var oftast neytt góðgerða hin síðari árin, en fyrr í borðstofunni. í svefnherberginu var rúm, lítill sóffi (dívan meðan Una lifði) og nokkrir stólar, en á miðju gólfi stóð borð. Lætur nærri, að þarna hafi komizt fyrir sitjandi sjö til átta manns, og hygg ég ekki fjarri lagi, að það hafi 11 TMM 161
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.