Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 86
Tímarit Máls og menningar Já, borgari var Þorlákur Ó. Johnson í beztu sögulegu merkingu þess orðs, bæði að eigin atvinnu og hugsunarhætti. Þó fór því fjærri, að hann væri heppinn í viðskipt- um. Þegar hann er enn á Englandi gerir hann mikið átak lil að koma á fót sölu á lifandi fé til Englands og afla bændum ís- lands nvrra markaða, er gátu losað þá und- an kverkataki hinnar dönsku verzlunarein- okunar. Fyrirtækið misheppnaðist, en það var ekki hans sök, en þó ruddi hann þar nýjar brautir í íslenzku viðskiptalífi, sem áttu eftir að valda þáttaskilum í sögu okk- ar. Þegar hann var sjálfur orðinn kaupmað- ur fékkst hann einnig við sauðasölu, en varð hált á því vegna þess, að fjárstofn hans var svo viðalítill að hann þoldi engin skakkaföll. IJann var því síður en svo hepp- inn fjármálamaður, þótt hann væri án efa mesti kunnáttumaður í þeim efnum allra þeirra, er við slík mál fengust á íslandi um hans daga. En hann trúði á heiðarlega frjálsa samkeppni að enskum sið, en þess ber að gæta, að á Islandi var frjáls sam- keppni á þeim árum eina ráðið til að skapa innlenda og þjóðlega borgarastétt, er gæti ráðið niðurlögum hinnar raunverulegu dönsku verzlunareinokunar á íslandi. í þessu efni var hann trúr og sannur læri- sveinn frænda síns, Jóns Sigurðssonar, sem alla ævi hafði barizt gegn hinni dönsku verzlunareinokun. En svo framstígur var Þorlákur Ó. John- son að hann gekk út fyrir mörk stéttar sinnar og reyndi að skipuleggja fyrstu sjó- manna- og verkamannasamtökin á Islandi. Sama árið og hann settist að á Islandi stofnar Þorlákur Sjómannaklúbbinn, fyrsta menningarlega íverustað reykvískra lág- stétta. Og hann er fyrsti maðurinn sem ger- ir þá kröfu, að vinnandi konum séu greidd sömu laun og karlmönnum fyrir sömu vinnu. Fyrir sakir uppeldis síns með erlendri stórþjóð varð Þorlákur Ó. Johnson langsýn- asti Islendingur sinnar samtíðar. Hann var maður sem sífellt var að fitja upp á nýj- ungum, sem margar hverjar hafa ekki orð- ið að veruleika fyrr en áratugum síðar og sumar hverjar óbornar enn. Hann reyndi að vekja nýja menningu í hinu hálfdauða og lágkúrulega Grjótaþorpi, sem hét Reykja- vík, og höfundur ævisögu hans hefur með mikilli natni rakið plógfarið sem hann risti í sögu höfuðstaðarins. Það efni skal ekki rakið frekar hér, um það geta allir lesið í ævisögunni og vonandi verður þessi bók ekki ólesin af almenningi. En þess verður að geta að lokum, að ævi- saga Þorláks Ó. Johnsons er ofin saman við atvinnu- og viðskiptasögu íslands á síðari áratugum 19. aldar. Sá þáttur íslenzkrar þjóðarsögu hefur mjög orðið út undan til þessa og enn er ,þar meira óunnið en marg- an grunar. Framlag Lúðvíks Kristjánssonar í því efni verður seint fullmetið. Lúðvík Kristjánsson er nú seztur við að rita eitt stórvirkið enn: sögu sjómennsku og þjóðlífslýsingu á öllu því, er varðar ís- lenzkan sjávarafla. Vonandi sjá réttir aðil- ar svo um, að hann njóti til þessa verks slíks styrks, að hann geti gefið sig allan að því. En meðal annarra orða að lokum þetta: Hvenær ætlar háskóli vor að sjá sóma sinn og sæma Lúðvík Kristjánsson titli heiðursdoktors fyrir rannsóknir sínar á íslenzkri sögu? Að öllum doctoribus hon- oris causa Háskóla íslands ólöstuðum (inn- lendum nota bene!) þykir mér enginn verðugri þessarar akademísku tignar en hinn óakademíski sagnfræðingur okkar, Lúðvík Kristjánsson. Sverrir Kristjánsson. 196
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.