Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Side 47
mundi Gamli spekingurinn hafa gengið á flótta sínum til Indíalanda. Hófst nú hér í bænum spakmælaöld mikil, sennilega sú hin mesta, síðan Ingólfur Dalsfer sté hér fyrst á land í sandinn við Lækinn. Spakmæli þessi voru samansett undir áhrifum frá Gamla spekingnum og í hans anda, og man ég ekki betur en við Sigurð- ur minn Jónasson værum upphafs- menn þessa íslenzka taós, en síðar gengu fleiri í kennidóminn. Þá urðu til og fóru um bæinn taóstykki eins og þessi: Þegar börnin fæðast, falla bækurnar í gólfið. Kvæntir menn eru sem undirokaðar þjóðir. Sólin geng- ur sinn gang, þó að mennirnir haldi, að þeir séu miklir. Oft er lagleg stúlka í ljótum bíl. Að leita sannleik- ans er eins og að miða byssu á af- strakt púnkt. Og mörg voru þau fleiri. — Þykir mér það ólíkt Laxness að láta þessa spakmælaöld líða athyglis- laust fram hjá sér, þó að ekki hafi hún megnað að koma honum upp á krambúðarloftið. Ég býst við, að það hafi farið líkt fyrir Halldóri og mér og öðrum dýrk- endum taós hér á landi, að Bókin um veginn hafi fremur verið honum skemmtipési en lærdómskver til und- irbúnings að heilagri konfirmasjón fyrir altari taós, og því fremur hef ég ástæðu til að bera hann þeim grun, að hann virtist vera sammála þeirri kenningu kínversk-ameríska rithöf- undarins Lin Yu Tang, að Bókin um Rangsnúin munnúð veginn væri rónasmíði og eiginlega skemmdarverk við þjóðfélagið, og fannst mér Halldór fagna þessum upplýsingum. Reis af þessu lítils hátt- ar þráttan milli okkar eitt kvöld í Unuhúsi. En það verður ekki af Halldóri haft, að hann hefur hagnýtt sér taó til að flikka upp á sumar persónur sínar í nokkrum skáldritum sínum, eins og Peter Hallberg hefur gefið sér tíma til að hugleiða í ritgerð sinni: Litla bókin um sálina. Þessi beiting Halldórs á taó fær oftast það útfall að ýkja nokkuð þá hjartamenningu, sem hér hafði þró- azt um aldaraðir, en reynzt hefur, því miður, oft endingarlítil, þegar þetta fólk hefur komizt í kynni við pen- ingaþefinn á mölinni. Þessa fornu menningu munu engir þekkja betur en þeir, sem kynntust Öræfingum um og upp úr síðustu aldamótum. Ýkjur Halldórs rísa stundum svo hátt og eru einhvernveginn svo illa jarðfest- ar, að þær verka óraunsætt, stundum mjög óraunsætt, jafnvel lygilega, í ís- lenzkum staðháttum og slá meira að segj a Gamla spekinginn út í öfgafullu hjali. Svo er til að mynda, þegar Eft- irlitsmaðurinn í Brekkukotsannál veit engan mun á háu og lágu, smáu og stóru, hetju og heigli og telur tím- ann hið eina yfirnáttúrlega, sem við þekkjum. Grisjar hér ekki í erfiðleika skáldsins og annarra á að skilja rúm- tíma Einsteins? Og þá verður hann 157
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.