Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 65
gefið manni fyrir flösku aðeins 300 daga á ári og aðeins fyrir einni flösku á dag. Við látum þá 65 daga mæta „varla nokkur dagur“ í frásögn Hall- dórs, og sýnist mér það vel í lagt. Ná- lægt miðri ævi Halldórs í Unuhúsi kostaði þriggja pela flaska af ódýru brennivíni 7 krónur í Afengisverzlun ríkisins. Brennivínshúmanismi Er- lends, auðsýndur drykkj uræflum, hef- ur því kostað hann um 2100 krónur á ári. Um þær mundir mun árskaup Er- lends hafa verið um 5000 krónur. Af- gangs brennivínshúmanismanum eru þá um 2900 krónur á ári til heimilis- halds, sem var honum allkostnaðar- samt, fatakaupa, opinberra gjalda og hjálpar við „heila ættmennahópa“. Að vísu vann hann sér stundum inn dálítið aukreitis fastakaupinu með yfirvinnu. Að Erlendur hafi verið þessi afglapi í meðferð fjár, því er hezt að hver trúi, sem meiri skemmt- un hefur af afglapaskap en fullvita- manna ráði. En þetta er ekki þann veg meint hjá Halldóri. Hann er ekki vitandivits að gera afglapa úr Erlendi. Þetta er áróður, sem þjónar sömu manngöfgi og eiturlánið, húmanismi, trú á frels- ið sem frumskilyrði mannlegs þroska, andstæða við „einræðisríkin“. En það virðist falið fyrir Halldóri í reyk áróðursins, að það á ekkert skylt við sannan húmanisma að lána manni peninga fyrir eitri til að drepa sig á, né að ausa fé í róna til þess að gera Rangsnúin mannúð þá að ennþá meiri rónum, þó að ein- hverjir auðvaldsheimspekingar hafi verið með vangaveltur um svipað „frelsi“. Þetta er ekki húmanismi. Þetta miðar ekki í átt til frelsis né manngöfgunar. Þetta er afglapaskap- ur, sem Halldór hefur óvart komið upp á þann vitra mann, son Guð- mundar heitins í apótekinu. Það hefði verið réttar skilinn húmanismi, kannski samt ekki eins óriginal, að höfða til spakmælis, sem móðir Er- lends hafði oft á takteinum: „Það þarf að lækna þessa aumingja.“ XV Loks klykkir Halldór út með dæmi- sögu, sem á að spegla umburðarlyndi Erlends og ennþá húmanisma. Sagan er svona: „Sumarið 1924 tók ég enn málstað kaþólskunnar frá trúvarnar- sjónarmiði. Ég var að þusast eitthvað yfir frönskum meistara, mig minnir Anatole France, sakir þess hve misk- unnarlaust hann drægi kaþólskuna sundur og saman í háði. Þá sagði Er- lendur þau orð sem ég átti eftir að heyra með ýmsum tilbrigðum af vör- um hans oft á síðan: ég er sósialisti, sagði hann; en samt kýs ég fremur að lesa vel skrifaðar bækur á móti sósíalisma en illa skrifaðar bækur sem styðja sósíalisma. Það skyldi þó ekki vera að umburðarlyndi af þessu tagi sé eitt af samheitum húmanism- ans?“ Nei, ég held þetta sé röng túlkun á 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.