Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 31
Múrinn granna hnátan og fermingarsystir hans, hún Inga litla í Pálshúsi, vildi hvergi sitja í reikningstímunum nema við — hlið hans. En nóg um það. Hvers vegna er ég öðruvísi en aðrir? Hvað hef ég gert, sem verðskuldi þetta hlutskipti? Þvílíkar spurningar höfðu eitt sinn verið órjúfandi viðlag í lífi hans. Og hann hafði fundið við þeim margvísleg svör, sem veitt gátu slundarfró. Ef til vill hafði hann í fyrra Iífi drýgt einhverja synd, einhvern höfuðglæp, sem ein mannsævi nægði ekki til að afmá. Ef til vill voru allir menn í fjötrum, og ef til vill voru fjötrar margra hinna jafnvel enn óbæri- legri en hans, þótt ekki lægju þeir eins í augum uppi. Þegar hann leit yfir þorpið úr kofaglugganum sínum uppi undir brekkunni, fannst honum stund- um sannleiksgildi þessarar tilgátu næstum óvéfengj anlegt. Góðan daginn, meistari, mikli meistari. Attu nokkra kassaboru handa mér núna fyrir jólin? Það var Guðmundur á Skelinni. Honum líkaði vel við Guðmund, hressilegur maður með andblæ af hafi og útmánaðargarra í fasi. Og honum líkaði vel við ávarpið, einkum áður en hann heyrði Guð- mund nota það við Runka í Kothúsum. Auk þess borgaði hann vel, einum um of, ef miðað var við rausnarskap annarra þorpsbúa. Guðmundur var heimspekingur og trúði á sólarguð að hætti Þorkels mána, en samt keypti hann ævinlega útskorinn kistil eða rósmálaða krukku fyrir jólin. Þegar Guðmundur var farinn lá seðill á borðinu, stærri fjárhæð en hann hafði eignast í einu á ævi sinni, en ekki kannski að sama skapi verðmeiri. Hann hafði ungur fundið freistingu þess að öðlast mátt fyrir peninga, en nú hugsaði hann til þess með hryllingi, ef hann hefði lagt slíkan dróma á hug sinn og hjarta. Þessir lituðu, tölusettu pappírsmiðar höfðu ekki vald yfir honum fram yfir það, að hann viðurkenndi nauðsyn þeirra sem tækis í nútíma þjóðfélagi. Hann leit út um gluggann, yfir fölið í brekkunni og sporin í snjónum, og undarleg tilfinning hreinleika og friðar fór um hug hans. Svo stakk hann seðlinum undir kassa á hillunni. Hann mundi geta leyst út efnispöntunina fyrir jólin. Þegar hann opnaði, stóð Hanna, kona Jónsa í Nausti, fyrir utan og hélt saman peysunni í hálsmálið báðum höndum, eins og henni væri kalt. — Get ég fengið að tala við yður, sagði hún. Hann tók strax eftir orðalaginu. Þó að hin reyndu oft að sýna honum 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.