Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 77
9 Undir þáfjalli tímans Stóð þögn mín Eins og þroskað ax Ég sá sólskiniS koma gangandi Eftir gráhvítum veginum Og hugsun mín gekk til móts viS sólskiniS Og sólskiniS teygSi ljósgult höfuS sitt Yfir vatnsbláan vegg Ég sá myrkriS fljúga Eins og málmgerSan fugl Ut úr moldbrúnum höndum mínum Og þögn mín breyttist I þungan samhljóm Einskis og alls MeSan gljásvart myrkriS Flaug gullnum vængjum I gegnum sólskiniS Aðalumræðuefni þessa kvæðis er þögnin. í fyrsta erindi virðist þögnin albúin að láta eitthvað frá sér fara. En Undir þáfjalli tímans er uggvæn- legt. Það er bráðhættulegt að standa undir fjalli í vorleysingum. Þess- vegna hlýtur tíminn að ógna hinu þögla skáldi (skáldinu, sem ekki yrk- ir?). En annað erindið er ljóst og glatt. Skáldið unir sér í sólskininu, tekur eftir öllu, lifir sig inn í náttúruna. Litirnir eru því mjög minnisstæðir: Eftir gráhvítum veginum, teygði ljós- gult höfuð sitt, Yfir vatnsbláan vegg. Þetta minnir á björtu hliðina á 6, og eins þessi þulukennda endurtekning: sólskinið, sólskinið, sólskinið. í þriðja erindi syrtir skyndilega ,Tíminn og vatniS' í nýju Ijósi að. Myrkrið flýgur úr höndum skálds- ins, en það er eins og því sé ósjálf- rátt: Ég sá myrkrið fljúga. Næst kem- ur Eins og málmgerðan fugl. Þetta er gervifugl og virðist hafa eitthvað af því stjarfa og vélræna sem ein- kenndi myndirnar aftast í 2. Liturinn í næstu línu, moldbrúnn, styður þessa þungu samsetningu. Orðin sem á- kveða stemninguna í þessu erindi eru einmitt stuðluðu orðin og vinna þannig saman hlj óðfræðilega. Og undir eins og skáldið sleppir myrkrinu frá sér endar þögnin. Hið þroskaða ax opnast, það er eins og ljóð hafi orðið til. Myrkrið flýgur í gegnum sólskin- ið. Þessi þversögn er ekki nema sjálf- sögð í veröld kvæðanna, enda er myrkrið einkennt sem gljásvart en hefur gullna vængi. Ljós og myrkur eru samtvinnuð og það sem rýfur þögnina, sennilega kvæði, innleiðir þessa þversögn. Annars er eins og skáldið megi aldrei sjá sólskin öðru- vísi en ráðast á það (sbr. 6). 10 A sofinn hvarm þinn Fellur hvít birta Harms míns Um hið veglausa haf Læt ég hug minn fljúga Til hvarms þíns Svo að hamingja þín Beri hvíta birtu Harms míns 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.