Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 16
Timarit Máls og menningar blómaskeiö skapandi kvikmyndalist- ar víða um heim. Má minna á Sovét- ríkin eftir byltinguna, Ítalíu uppúr síðari heimsstyrj öldinni og allt til þessa dags, Pólland á seinustu árum og þá ekki síður Indland og Japan — að ógleymdum frændum vorum Svíum með sinn snilling Bergman. Og það sem gleðilegra er: stækkandi hluti mennta- og listamannastéttar- innar virðist víða í löndum vera að varpa frá sér fjölmiðlunaróttanum og vakna til meðvitundar um tilvist þessa nýja listforms og nauðsyn þess að taka virkan þátt í baráttunni við hin kaldrifj uðu peningasj ónarmið um yfirráðin yfir framvindu kvik- myndamála. Víða í löndum Evrópu eru starfandi heilir herskarar fólks, sem vinnur skipulega að því að kenna almenningi stafróf kvikmyndalistar- innar og kynna því góð verk — því einsog einn ágætasti hugsuður þess- arar aldar, Ungverjinn Bela Balas segir: „Hér er ekki einasta um að ræða skilning á listgrein, sem þegar hefur haslað sér völl, heldur öllu fremur örlög listgreinar, sem eru komin undir afskiptum okkar af framvindu hennar. Við berum ábyrgð á gæðastigi hennar því gæðastig list- greinar er engu síður komið undir vitneskju og smekk almennings held- ur en smekkur almennings undir af- rekum listarinnar. Sérdeilis á þetta við um kvikmyndalistina, sem fram- ar öðrum greinum á undir það að sækja að áhorfendur séu vísir áður en meistaraverkið er samið.“ Onnur örstutt tilvitnun í Bela Balas ætti að gera okkur Ijóst mikilvægi þessara hluta. „Nýrri listgrein má líkja við nýtt skynfæri“ segir Bela Balas. Vafalaust er þetta rétt hjá hon- um og ég efast heldur ekki um að þetta er engu óréttara á hinn veginn: Vöntun á heilli listgrein í skapandi menningarframvindu þjóðar jafngild- ir því að þjóðina skorti skynfæri — og stundum hefur mér jafnvel fund- izt að það j afngilti algj öru skynfæra- verkfalli. Kvikmyndin er ef rétt er á haldið nýtt form mannlegrar hugsunar, sem oftlega hefur eðli sínu samkvæmt birt nýja og ferska sýn yfir svið sam- tímans og haft þannig margvísleg áhrif á öðrum sviðum lista. Skyldi til dæmis fjarvist þessarar greinar frá íslenzkri menningarframvindu seinustu ára standa í nokkru sam- bandi við þá staðreynd, sem æ fleiri kveða nú uppúr um, að bókmennt- irnar staðni óðum í gömlum klisjum, þar vanti einhverj a nýj a og leiftrandi sýn. Verði sjálfstæðið að ávinnast á hverjum degi þá verður menningin í heild sinni einnig að gera það án þess svikizt sé um neitt, öll þau form hennar, sem samfélagsstigið krefst verða að stuðla að framvindu menn- ingar, lifandi menningar, sem hvergi lætur sér nægja að vera þiggjandi 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.