Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 8
Georg Lukács Shakespeare og nútíminn [Fjögur hundruð ára afmælis Shakespeares hefur veriff minnzt víða um heim í bókum og tímaritum og með leiksýningum. Hér á landi voru sýnd eftir hann þrjú leikrit á síðastliðnum vetri: Hamlet og Rómeó og Júlía í Reykjavík og I>rettándakvöld á Akureyri; tvö þau síðastnefndu í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar, en þriðja bindi Shakespeareþýðinga hans kom út um daginn hjá Heims- kringlu. Grein sú eftir hinn ungverska gagnrýnanda og heimspeking sem hér er þýdd var samin í tilefni afmælisins.] List leiksviðsins umbreytir örlög- um manna í myndir. En mynd- unum á sviðinu, þeim sem við sáum í gær, og þeim sem við sjáum enn í dag, tekst varla nokkurntíma að sýna okkur þau örlög sem Shakespeare hermdi frá. Hvað er þá list leiksviðs- ins? Menn ímynda sér að hún sé fólg- in í því að hugvitssamur leikstjóri breyti nöktum orðum í áþreifanlegar myndir. En í rauninni eru þessi örlög til staðar í texta Shakespeares. Mynd- ir leiksviðsins eru oftastnær viðhafn- arfull eftirlíking eða þá gerræðisleg eyðilegging og fölsun þess sem þegar hefur verið tjáð til fulls í orðum. Orð leiktextans skýra frá á- rekstrum milli mannanna og þjóðfé- lagsins, — en þjóðfélagið er bæði það umhverfi sem þeir lifa í og ör- lögvaldur þeirra. Leiksviðslist hins gríska harmleiks er ekki unnt að end- urskapa með eftirlíkingum marmara- sala. Hún á rætur sínar að rekja til eftirsóknar hins gríska borgara eftir einstaklingsþroska sem veldur því að hann brýtur af lífi sínu hömlur borg- ríkisins, og er þó jafnframt ófær um að yfirstíga þau takmörk sem líf borgríkisins setur honum. Af þessu hefur mótazt leiksviðslist gríska harm- leiksins, hið andlega landslag hans. Hún er enn dulin í verki Æskýlosar, þar sem hinni tragísku hefnd er, fyrir tilstilli guðanna, haldið innan þeirra skefja sem borgríkið ákveður, en í verkum Sófóklesar nær spennan há- marki; þar veldur þróunin frá siða- lögmálum borgríkisins til siðfræði einstaklingsins einstæðri og harm- sögulegri togstreitu milli athafnar- innar og sálarlífsins, milli persónu- leika og þj óðfélags. Afleiðingin verð- ur blanda hlédrægni og flókins sálar- lífs, sem kom ekki aftur í ljós fyrr en hjá Shakespeare. 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.