Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar dregur til sín reikandi eindir annarra stétta verður smáborgarinn samnefnari þess „al- mennings“ sem þeir hafa óljóst í huga. En með þeim hætti, meðan smáborgarinn er það sem hann er: óákveðinn milliliður ólíkra stétta og án sérstakrar stéttarvitundar, er hætt við að þessir rithöfundar hagnýti aldrei nema brot af gáfum sínum og möguleikum, og vinnuaðstaða þeirra verður miklu lakari en aðstaða myndlistarmanna sem vita hvaða stuðningsmenn þeir eiga. Upprennandi rithöfundar geta varla náð góðum árangri í list sinni ef þeir gera sér að ósjálfráðri starfsreglu að „hafa alla góða“. Þeir verða eins og aðrir að gera sér Ijóst að þjóðfélagið er klofið og velja sér áheyrendur. Þá er að vísu mest um vert að til sé efni í slíkan áheyrendahóp sem veiti rithöfundinum frelsi til að neyta krafta sinna óhikað. En eitt er víst, að enginn gengur úr skugga um það með því að fresta til æviloka ákvörðun- inni um það í hvorn fótinn hann ætli að stíga. Eg bið lesendur að líta á þessar línur fyrst og fremst sem tilgátur um „stöðu bók- mennta og lista“ á íslandi á þessum dögum, og hér er ekki tekið fastar á málum en ein kvöldstund leyfir. Þessar tilgátur eru ekki ósamræmanlegar þeirri staðreynd, sem ég hygg að verði ekki hrakin, að bókmenntir — skáldskapur — nýtur nú minni virðingar, að minnsta kosti á hinu vestræna menningarsvæði, en verið hefur langalengi. Skáld- skapnum er nú yfirleitt, bœfii aj höjundum og lesendum, ætlaður minni hlutur en fyrr. Skáldskapurinn, sem lengi var álitinn þekkingartœki, að sumu leyti æðra en önnur, hefur nú um sinn oltið úr því tignarsæti. Og víða er svo komið að þeim sem haldnir eru ástríðu þekkingarinnar og vilja að það sem þeir skrifa hafi meiningu, þeim dettur sízt í hug að gerast skáldsagnahöfundar, ljóðskáld eða leikritaskáld, enda þótt þeir hafi hið fyllsta vald á bókmenntalegu formi. Þannig er nú svo einkennilega ástatt að merkustu rithöfundar sem komið hafa fram í Evrópu og Ameríku á síðustu áratugum eru ekki skáld, heldur til dæmis þjóðfélagsfræðingar, mannfræðingar, sagnfræðingar. í öðrn lagi held ég það sé óumdeilanlegt að mikil bókmenntatímabil hafi aldrei komizt af án þeirrar trúar sem að vísu „er manninum örðug" (Alain): trúarinnar á manninn. Sú trú fer nú víða um heim leyndara en hún hefur gert öldum saman, en trúin á hlutina ræður lofum og lögum. S.D. 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.