Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Qupperneq 33
M úri n n Hann fór innfyrir að rannsaka í kössum sínum, og hún kom í dyrnar og sneri við nokkrum leistum, sem allir voru stráheilir. Og allt í einu varð honum innan brjcsts eins og manni sem dottið hefur í ljónagryfju. Hann kom engu orði upp og hugur hans leitaði leifturhratt að einhverri tylli- ástæðu til að fullnægja þessari umhyggju, sem umlukti hann svo óvænt og yfirþyrmandi. Loks mundi hann eftir pokanum undir rúminu. Það var gam- all hveitisekkur með óhreinum milliskyrtum og rúmfötum. Hann dró hann fram og fékk henni þegjandi, og hún leit ofan í hann og virtist hissa. — Þetta eru ekki nema tvær skyrtur og eitt lak, sagði hún. — Ég á ekki meira, sagði hann, ég skola þetta jafnóðum. — A ég ekki að skola úr sængurverinu fyrir þig, sagði hún. Mér sýnist það vera orðið skitið. — Nei, sagði hann og var hissa hve röddin var há og skipandi. Það er alger óþarfi. Hann reyndi að segja síðustu orðin i mildari tón. Hún hrökk við og hopaði fram í vinnustofuna. — Jæja, ég skal reyna að skila þessu fyrir jól. Héld ég sé orðin vitlaus að rjúka svona frá krökkunum. Vertu sæll. Hún tók krúsina af borðinu og hraðaði sér út. Hann studdi sig við dyrustafinn og horfði á eftir henni. Gamall sársauki frá þeim árum, þegar hann hataði þennan líkama og þráði lífið eins og þyrstur maður svaladrykk, nísti brjóst hans. En hann vissi af gamalli reynslu að kvölin deyr hægt, og að eina örugga ráðið er að bíða. Og þegar hann leit í litla skáldaða spegilinn á veggnum gegnt rúminu, sá hann enn einu sinni þennan torkennilega, axlaskakka og harðneskj ulega mann, sem honum hafði í öll þessi ár ekki enn tekizt að þekkja. Jan. 1964. 143
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.