Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 93
Erlend tímarit áhugaleysi og ósamkvæmni ráða mestu þeg- ar um er að ræða ókommúnistíska eða and- kommúnistíska kúgun. Þögnin sem ríkt hef- ur um kúgunina hefur verið algjör ef nokk- ur tök voru á, þegar kúgararnir voru tengd- ir hagsmunum Bandaríkjanna. Þannig voru þjáningar Kúbumanna undir stjórn Batista ekki virtar viðlits af þessu málgagni frelsis- elskenda, þó að þeir fylgist án efa vel með öllum atburðum í heiminum. Um Nicar- agua, Guatemala, Suður-Vietnam, Suður- Kóreu gilti sama reglan. Ut af negravanda- málinu, þ. e. a. s. kúgun negra á stórum svæðum Bandaríkjanna, var lítið veður gert, þangað til nú rétt nýlega, að heims- fréttirnar gerðu mönnum örðugt að láta sem svo að þetta væri lítilsvert málefni. Síðastliðinn ágústmánuð helgaði En- counter „negravandamálinu" sérstakt hefti, sem yfirleitt gerði eins gott úr hlutunum og mögulegt var (hvítir menn þjást meira en svartir, hraðskreiðar framfarir, lausn í vændum og svo framvegis). í þessu hefti voru þær upplýsingar að „við hinir frjáls- lyndu“ hefðum lengi barizt fyrir borgara- legum réttindum negra. Richard Rovere segir í innganginum að þessu hefti að: „Eins lengi og ég man til höfum við frjáls- lyndir hamrað á því hve mikils virði það væri ef forsetinn vildi leggja baráttu negr- anna fyrir réttlæti og jafnræði lið með „sið- ferðilegum stuðningi" síns háa embættis." Þessir frjálslyndu menn hafa ekki hamrað á neinu slíku svo lengi sem munað verður. Ef farið er í gegnum fyrstu fimm árgang- ana (1953—58) kemur í ljós að um þær mundir sögðu þeir eins lítið um þetta efni og hægt var að komast af með. Og þeir gáfu í skyn, ef málið bar snöggvast á góma innan um langar frásagnir um amerísk efni, að það hefði ekki neina sérstaka þýðingu, og yrði að minnstakosti mjög bráðlega leyst. Þar sem Bandaríkin eða Sovétríkin áttu engra beinna hagsmuna að gæta var frelsis- ástin hvorki brennandi né útkulnuð; hún rétt tórði. Encounter var hóflega andvígt aðgerðunum í Suez, frekar hliðhollt Dulles en Eden, eins og búast mátti við, þar sem ritið álítur sig fyrst og fremst skuldbundið Bandaríkjunum. Um Suður-Afríku hefur það „gefið báðum aðilum orðið“. Fyrsta greinin sem birtist um það efni — í þriðja árganginum — var skemmtileg lítil frásögn eftir Emily Hahn: „ „Ifvemig lízt yður á yður hérna? Er það ekki voðalegt?" sagði hún. Ég sagði að mér sýndist það alls ekki voðalegt. Staðurinn var fallegur, fólkið var vingjarnlegt og aðlaðandi, þó það væri stundum nokkuð æst; hvað átti hún við að væri voðalegt? Hún útskýrði með óþolin- mæði að hún ætti auðvitað við Astandið. Henni var öðruvísi farið en mér, því hún vissi nákvæmlega hvaða skoðun hún hefði á því, og hvaða skoðun þeir innfæddu höfðu á því líka. Hún hafði nokkrum sinnum tal- að lengi um það við vinnukonuna sína.“ Af samhenginu má ráða að orðin „fólk- ið“ og „hinir innfæddu" þýða sitt hvað. Kaldranaleg léttúð af þessu tagi mundi ekki komast inn í Encounter ef um væri að ræða Pólland eða Ungverjaland. Sú stað- reynd að annað eins gat séð þar dagsins ljós sannfærir mann, ásamt ýmsu öðm, um það, að þegar Encounter segist elska frels- ið á það við að það hatar kommúnismann. Hatur á einum hlut dulbúið sem ást á ein- hverjum öðmm hlut er algengt í öllum póli- tískum dilkum. En Sir Denis Brogan er nokkuð fljótur á sér þegar hann beitir orð- um Benda til að hæla tímariti sem einkenn- ist svo mjög af þessum ágöllum. Skoðun Benda var sú að rithöfundar ættu ekki fremur að svíkja köllun sína fyrir þessa fylkingu en hina. 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.