Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 34
Eyvindur Eiríksson Að kvöldi dags Það var langt liðið á dag, þegar gamli maðurinn kom ofan hlíðina. Dreng- urinn var á leið niður í fjöru, stanzaði á brekkubrúninni og horfði á hann, þar sem hann kom fyrir röndina langt í burtu, ólöguleg þúst, lítið eitt uppmjó. Það hlaut að vera maður. Hann rak engar kindur á undan sér og drengurinn velti fyrir sér hvernig á því stæði. Drengurinn hafði séð hann ganga fram dal með hundinn hann gamla Trygg fyrr um daginn, án efa í fjárleit. Þetta gat ekki verið neinn annar, og honum fannst skrítið, að hann skyldi ekki reka neinar kindur. Drengurinn settist á stein og beið. Gamli maðurinn átti heima í kofanum þarna rétt hjá, aleinn með hund- inum sínum, og drengurinn þekkti hann bezt undir nafninu „kallinn“. Eða þá: „helvítis kallinn“. Fólkið sagði, að hann hefði einu sinni átt konu, en hún væri löngu dáin. „Hvernig gat það öðruvísi farið hjá þessum andskotans aumingja, sem varla gat haldið líftórunni í sjálfum sér. Og þetta þóttist vera bóndi, kall- helvítið þetta.“ Gamli maðurinn hafði aldrei gert honum neitt, en drengurinn var samt hálf hræddur við kallinn og forðaðist hann. Kallinn átti líka byssu og hver vissi nema hann gæti skotið á mann einhvem daginn. Drengurinn hafði stundum stolið frá honum rabarbara og einu sinni harðfiski, ekki af því að hann væri neinn þjófur, honum þótti bara góður rabarbari. Gamli maðurinn var kominn niður úr hlíðinni, og þegar hann kom aftur í ljós uppi á holtinu fyrir ofan bæinn, sá drengurinn að hann bar eitthvað í fanginu. Hann gerði sér ekki strax grein fyrir hvað það var, jú, það var hundurinn, gamli Tryggur, svartur á hakið og hausinn og hvítur á kvið og bringu. Drengurinn botnaði fyrst ekkert í þessu, svo skildi hann það. Hundurinn hafði líklega meitt sig, hrapað, eða þá komið á hann hrun. Já, það var áreiðanlega þannig. Maðurinn gekk niður að kofanum, inn um hliðið á túngarðinum og heim á hlaðið. 144
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.