Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 85
Jóns SigurSssonar og Ævisögu Þorláks Ó. Johnsons, sem hér verður lítillega minnzt á.1 Ef það er haft til marks um góða sagn- fræði, að hún komi manni að óvörum, J>á hefur Lúðvík Kristjánsson sannarlega orð- ið við þeirri kröfu. Ég hygg að þeir íslend- lendingar séu ekki margir, jafnvel þótt lærðir séu í sögu landsins, að þeir hafi haft grun um ævi þessa manns og lífsstarf nema að grófustu útlínum. Það var vitað að hann var frændi Jóns Sigurðssonar, hafði dvalið árum saman við verzlunar- og skrif- stofustörf á Englandi, gerðist kaupmaður í Reykjavík í harðri samkeppni við gamlar og grónar selstöðuverzlanir, en flosnar upp með fyrirtæki sitt eftir nokkur ár og missir vinnuþrek og heilsu á bezta aldri og lifir sjúklingur í aldarfjórðung fjarri því at- hafnah'fi, sem verið hafði innlakið í starfs- ævi hans. I fljótu bragði virðist þetta vera of magurt mannlíf til að skrifa um það tveggja binda ævisögu. En hér fór enn svo, að Lúðvík Kristjánsson sá það sem aðrir sáu ekki, og hann sá, að Þorlákur O. John- son var sérstaklega forvitnilegt viðfangs- efni, og hér eru niðurstöðurnar af rann- sóknum hans. Það er auðsætt af ævisögu þessa manns, að Lúðvík Kristjánsson hefur rekizt á nýja manngerð í Islandssögunni þar sem Þor- lákur Ó.Johnson var, manngerð, sem aðrar þjóðir eru auðugar af, en íslendingar allra þjóða snauðastir: manngerð hins róttœka frjálslynda borgara. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve saga íslands er einhæf og eintrjáningsleg fyrir þá sök, að hér myndaðist ekki borgaralegt þjóðfélag að heitið gæti fyrr en á þessari öld, fulltrúar borgaralegs þjóðfélags voru fram til síðustu aldamóta erlendir menn, er litu á ísland 1 Lúðvík Kristjánsson: Ur lieimsborg í Grjótaþorp. Ævisaga Þorláks Ó. Johnson, I—II. Skuggsjá 1962 og 1963. Umsagnir um bœkur einfaldlega sem selstöðu og nýlendu þótt þeir teldu bæði sjálfum sér og öðrum trú um að þeir væru að fremja miskunnarverk er þeir lutu að svo lágu að reka hér verzl- un. Hinn mjói vísir innlendra borgara var haldinn smáborgaralegri lágkúru, enda mótaður af selstöðuvaldinu og að sumu leyti vaxinn upp í skjóli þess. Innlendir borgarar íslenzkir höfðu flestir verið búð- arlokur hjá dönskum kaupmönnum og bjuggu lengi að smámennskunni, sem þeir lærðu í þeim skóla. Fyrir atbeina Jóns Sigurðssonar komst Þorlákur Ó. Johnson í læri hjá borgaraleg- ustu þjóð heimsins, Englendingum, kynnt- ist enskri verzlunarmenningu og brezkri siðfágun, einnig kynntist hann brezkum verzlunarprettum. Honum er til að mynda falið það starf af fyrirtæki sínu að drekka skipstjóra og sjómenn fulla og tæla þá til að kaupa í verzluninni. En prófastssonurinn frá Stað kann að velja og hafna í erlendu umhverfi og færist eindregið undan því við húsbændur sína að vera notaður sem verk- færi til slíks starfa. Þótt Þorlákur fengist við verzlunarviðskipti bæði heima og er- lendis festist aldrei við hann frumskógasið- gæði hins kapítalíska heims: hann var allt- af óspilltur íslenzkur sveitamaður þótt hann bæri lafafrakka kaupmannsins. Og þótt hann dveldi námsár sín í konunghollu landi var hann yfirlýstur lýðveldissinni og skrifar Jóni frænda sínum Sigurðssyni á dögum Parísarkommúnunnar þessi orð: „Allar Revolutionir í sjálfu sér eru tákn um framfarir mannkynsins, þó stundum eins og núna í Paris, að menn gleymi sjálf- um sér.“ Og sumarið 1871 skrifar hann enn frænda sínum þessi orð: „I raun og veru geta rnenn ekki verið of radical nú á þess- um tímum.“ Slíkur var þessi ungi menntaði borgari, sem flutti til íslands árið 1875 eft- ir 17 ára fjarveru erlendis, og hafði þá dvalið 13 ár á Englandi. 195
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.