Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 25
Fundað í þágu guðs vors lands ur sínar. Hann var sannast að segja með afbrigðum feiminn, úr sveit, og hafði aldrei náð sér í konu þótt hann hefði unnið eins og skepna í torfi og mold og sagði oft við sjálfan sig um kvöld og nætur að það hlyti að vera mikil náð að eiga trygga konu til að hugsa um sig. Þá sagði hann við sjálfan sig sem svo, Ég er of feiminn, en ég á ekki að vera feiminn. MaÖur var settur í allan fjandann þarna í sveitinni og fátt um meyjar; rista torf og grafa mó úr heilum mýrum; og eiginlega hefði maður ekki orðið svona grindarlegur ef maður hefði ekki . . . Og svo engjaverkin, guð minn góður, keyra blautar sátur upp á bikkjurnar! Já, ég var of feiminn og þorði ekki annað en hlýða eftir að pabbi dó og mjamta aldrei hvað sem á gekk þar til ég losnaði úr þessu helvíti fyrir fullt og allt. Ja hann bara kom dálítið skrítilega fram maðurinn, sannast að segja eins og dóni. Ég sat eitt kvöld þarna inná búllunni þeirra, þessara listamanna, yfir kaffi, ósköp rólegur og fáskiptinn. Sem sagt sat þarna í mestu ró. Ég man nú ekki hvað klukkan var, en hvað um það þá sem sé sat ég þarna yfir kaffinu mínu þegar dóninn kom stormandi eins og hross en ekki siðaður borgari, óhreinn, mikil ósköp, svo fólki hraus hugur við að sjá manninn. Hann var víst án allrar lygi í óhirðu sá svarti sauður. Jakkinn blautur utan úr slabbinu og ... ja þvílíkt! Hvað Jón? Hvað svo fóstri? Allur kuðlaður maðurinn, allur grár af af af ... ja hverju haldiÖi? Það er ekki gott að vita. Fiðri! sagði hann. !!! Já þótt þið hlæið. Ljóti andarúnginn það! sagði Jón, þúngur maður og þriflegur, þriflega þybbinn. Já, var kauðinn ljótur? Ekki beint selskapsprýði, skyldi maður halda! Mér datt í hug hvort hann hefði sofið í öllu saman í einhverjum hænsnakofanum . .. Ja hvað á maður að halda um svona fólk? Nema það var ekki nóg að hann kæmi nú svona ókræsilegur inn — en vippar hann sér þá ekki að mér með megnasta dóna- skap: Hvort ég væri ég sjálfur, eins og hann sagði, Jón Jónsson, hvort ég væri viss um það. Nú og hvað sagÖir þú Nonni? Ja hvort ég ekki var ég sjálfur og hefði alltaf veriÖ! Hvort ég ekki var! Og svo? 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.