Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 67
stöÖu“ minni og Erlends? Og ég tel mig ekki sérlega „litereran“, ekki sérlega umburðarlyndan og ekki sér- lega húman. MeS endi þessarar dæmisögu um vel skrifaðar bækur og illa skrifaðar dettur sonur Guðmundar heitins í apótekinu skyndilega út úr rullunni, eins og höfundurinn hafi misst af honum fyrir björg. Þykir mér slíkar lyktir á sögu vinar vors ærið bráð- kveddulegar og hroðvirknin honum ósamboðin, enda var ýmislegt eftir til frásagnar af þeim sjaldgæfa manni, sem var merkara en sumt af því, er Halldór hefur tildrað í þennan kapí- tula. XVI Ég hef ekki lagt í vana minn að skrifa um bækur, hef unnið það hof- róðuverk aðeins tvisvar sinnum á æv- inni, ef ég man rétt. En þegar ég las kapítula Halldórs í Skáldatíma um Erlend og móður hans, rann mér svo í skap, að ég gat ekki haldið aftur af mér. Þar óð uppi svo margt, er gerði mér gramt í geði sem gömlum stór- vini Unuhúss og kunningja sannleik- ans: ónákvæmni, ósannsögli, leiðin- leg tilgerð og ankannaháttur, að því litla ógleymdu, að Erlendur er gerð- ur í aðra röndina að flóni, honum lýst sem pólitisku viðrini og allt að því glæpamanni og við hann skilið minni ogleiðinlegri mann en hann var. Þetta er að sönnu ekki gert í því skyni vísvitandi að minnka Erlend og Rangsnáin mannúð afflytja, eins og ég hef áður vikið að. Hér eru að verki annars konar van- kantar höfundarins, sem hann virðist varla vera sér vitandi eða ekki vilja viðurkenna fyrir sj álfum sér, kannski óviðráðanlegir. Þess vegna verður út- koman svona afkáraleg. Ég hef ekki lyst til að fara lengra út í þá sálma. En sem gamall Unuhússmaður og vinur Erlends, vildi ég gera það, sem ég gæti, til þess að koma í veg fyrir, að þessi samsetningur í Skáldatíma rótfestist í hugum fólks og yrði þeim að tálbeitu, er síðar meir kynnu að skrifa um Unuhús og þau mæðgin Erlend og Unu, þó að segja mætti kannski, að kapítulinn beri sjálfum sér nægilegt vitni, því að hann er í heild ekki vel skrifaður, hroðvirkn- islega saman tekinn og einhvernveg- inn rýr í roðinu og ber ekki á enni sér aðalsmark sannsöglinnar. Enn- fremur er frásögninni spillt með póli- tísku masi, sem að miklu leyti er ut- angátta við meginþráðinn. Það er fleira í þessum leiðinlega kapítula, sem taka mætti til íhugunar, en það yrði of langt mál á þessum stað. XVII Það er spurt um margt á íslandi á þessum geðsjúku tímum: Hvar endar óðaverðbólgan? Fá Kanar herskipa- lægi í Hvalfirði? Kemur atómstyrj- öld? Verða Islendingar þurrkaðir út? Eiga þeir nokkra upprisu í vænd- um, sem brenna upp í atómeldi? 12 TMM 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.