Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og menningar mistókust vegna þess að heimi Shake- speares, sem hafði leiktextann að hreyfiafli, var hreytt í félagslegt og sögulegt umhverfi, sem gat að vísu haft bókmenntalegt og leikrænt gildi, en dugði ekki til að ná þessu lang- þráða mannlega og bókmenntalega takmarki. (Auðvitað er hér aðeins átt við alvarlegar tilraunir en ekki hinar mörgu akademísku eftirlíking- ar.) Það telst til undantekninga ef þessar tilraunir báru óumdeilanlegan árangur. Meðal þeirra undantekninga er persónumótunin í Bóris Gódúnov eftir Púskín og leiksviðslist Biichners í Dauða Dantons. Báðum hefur tekizt að gera meira en einbert umhverfi úr sínum sögulega heimi. í sumum leikatriðum og persónum kemst Pús- kín mj ög nærri þeim blæ sem örlögin taka á sig í meðferð Shakespeares, og Buchner nær að einhverju leyti tempói Shakespeares í sköpun og nið- urskipun atriða úr alþýðulífi. Með því að dreifa innan um hugsjóna- deilur söguhetjanna sýningum úr múglífi Parísar, án beins samhengis, gefur hann hið rétta félagslega svar við þeim spurningum sem bornar eru fram í deiluatriðunum. Það er vissulega ekki tilviljun að Púskín og Buchner voru háðir bylt- ingarsinnar. Og það getur ekki held- ur verið eintóm tilviljun að eina al- varlega tilraunin til að skapa leik- sviðslist sem gæti að einhverju leyti jafnazt á við list Shakespeares, var framin af Brecht, sem einnig var byltingarmaður. Auðvitað átti leik- sviðslist umhverfisins sína andstæð- inga. En andstaða þeirra var oftast- nær óhlutkennd og átti sér skamman listrænan aldur. Ef menn sjá ekki að leiksviðslist umhverfisins er reist á félagslegri sj álfsfirringu mannsins og eru fúsir að viðurkenna að sú sjálfs- firring sé raunveruleg, þá eru hin ólíku form óhlutstæðrar listar þess eins megnug að vera hreinar formtil- raunir sem hafa litla þýðingu fyrir framtíð leikritunar og leiksviðs. (Og á hinn bóginn hlýtur öll sönn barátta gegn sj álfsfirringunni, hversu von- laus sem hún er, að leiða til leikrit- unar sem er nokkurs virði, jafnvel þó borgaraleg sé.) Verk Brechts framan af ævi eru djúpt mörkuð anda óhlutkenndrar andstöðu. Það var ekki fyrr en baráttan gegn nazisman- um neyddi hann til að viðurkenna að höfuðviðfangsefni dramatiskrar listar væri að varðveita hinn inann- lega kjarna fyrir innri og ytri hætt- um, að ósamræmið milli einstaklings- ins og umhverfisins fór að hverfa úr verkum hans, og þær persónur sem raunverulega áorkuðu einhverju, til góðs eða ills, með athöfnum sínum, fóru að tjá verund sína og örlög inn- an frá, þ. e. a. s. með tilsvörum sín- um einum saman. Þaðan stafa leik- atriði sem marka tímamót og eru annarrar tegundar en beztu verk 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.