Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 83
Umsagnir um bœkur svo skýrum dráttum, að' allt fólkið verður lesanda ógleymanlegt. Atburðarásin er hvort tveggja í senn: lygn og hraðstreym, líkt og áin, sem tugþúsundir karla og kvenna köstuðu sér logandi út í, þegar sprengjan féll, og er því kirkjugarður fórn- arlambanna mörgu og eina gröfin, sem unnt var að skreyta. Áin er því ekki ímynd lífsins eins og oft hjá skáldum og í veruleika, heldur dauð- ans, blómin auðvitað tákn tryggðar og holl- ustu. I ánni ná þau ekki að festa rætur, heldur eru reikul sem rótlaust þangið í straumnum, eða þá skorðuð milli steina. Þetta er ein sú fegursta, en um leið átak- anlegasta bók, sem ég hef nokkru sinni lesið. Hún á erindi við hvern þann, sem lætur sér ekki á sama standa um þjáningar mannanna og það, hvort þessi blessaða jörð á heldur að verða heimkynni fyrir ham- ingjusamt fólk, spítali vanskapninga eða vér núlifandi tvífætlingar eigum að verða síðasta kynslóð hennar. Eg sagði, að bókin hefði ýtt við sam- vizku minni, eins og kynnin af hörmungum fólksins í Hírósímu vöktu Bandaríkjamann- inn af tómleika sjálfselskunnar og vanans. Að dæmi hans ættum vér öll að fara, snúa haki við allri hlutdeild í hernaði og dauða, en snúa oss að liðveizlu við lífið, aðhjúkr- un þess og þroskavænlegri eflingu. Vér getum að vísu ekki öll orðið læknar eða hjúkrunarkonur til að létta böl og þján- ingar. En vér getum öll haldið sál og sam- vizku vakandi og unnið gegn því, að sömu höfuðglæpir endurtakist og þeir, sem gerð- ust í Hírósímu 6. ágúst 1945. 011 getum vér lagt vor litlu lóð á metaskálar frelsis og friðar hérlendis og í öllum heimi með því að hlúa að gróðri þess garðs, er í hlut vorn kom að rækta sem bezt. Blómin í ánni er góð saga og göfug. Hún er tímaborið verk um sorglega atburði og ógæfusamt fólk, atburði og örlög, sem alla varðar, hvar á hnettinum sem þeir búa, og allir hugsandi menn hljóta að taka afstöðu til. Ég hef ekki lesið bók þessa á frummál- inu, get því ekki dæmt um nákvæmni þýð- ingarinnar. En hún er á látlausu, fögru máli. Og á íslenzkunni er sagan gædd kvenlegum töfrum, þrungin heillandi, en harmsárum yndisleik. Ég get því ekki bet- ur séð en þýðingin sé blátt áfram snilld- arleg. Þóroddur GuSmundsson. Bókmenntalegnr kotbúskapnr ér telst svo til að skáldsagan Húsið1 sé tuttugasta og þriðja bók Guðmund- ar Daníelssonar, og þegar hún kom út voru liðin rétt þrjátíu ár síðan Guðmundur hóf rithöfundarferil sinn með Ijóðabókinni Eg heilsa þér, er út komi árið 1933. Og nú í ár hefur úthlutunamefnd listamannalauna skipað honum í efsta flokk sinn, sem ein- um fremsta rithöfundi þjóðarinnar. Þvi mætti álíta að hér væri á ferð merkilegt verk, sem fróðlegt væri að kynnast, en það er öðru nær. Guðmundur kann að vísu sæmileg skil á fólki. Persónusköpun hans er ekki í alla staði slæm, þótt ekki geti hún kallast stórbrotin. En yrkisefni hans er svo hversdagslegt og ófrumlegt sem mesl getur verið. Þetta klassíska þorp aldamót- anna, með sín skörpu kynslóðaskil eftir lánga stöðnun. Sagan gerist að mestu á kaupmannsheim- ilinu, og lýsir heimilislífinu þar. Þetta fólk er gróinn aðall, sem framvinda tímans er að grafa undan. Kaupfélagið rís, en dönsku umboðsverzluninni hnignar. Inní söguna er svo auðvitað ofið ástamálum og trúmála- 1 Guðmundur Daníelsson: Húsið, skáld- saga. ísafoldarprentsmiðja hf., 1963. 13 TMM 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.