Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 90
Erlend tímarit TT'Á erlend tímarit um menningarmál -*- munu vera í meiri metum hér á landi en enska tímaritið Encounter,1 enda virðist það vera útbreitt af meiri árvekni en flest önnur tímarit af svipuðu tagi. Ófáir fallega hugsandi menn, sem eru hátt hafnir yfir alla pólitík, munu líta svo á að Encounter sé að vísu ekki alveg jrítt við pólitík, en pólitík ritsins sé þó að minnsta kosti ekki „flokks- pólitík“, og það sé alveg áreiðanlega „heið- arlegt“ í afstöðu sinni og málflutningi. Þetta álit virðist jafnvel ríkja hjá sumum þeim sem hafa skömm á stríðsmennsku „Frjálsrar menningar". Encounter er semsé eitt þeirra rita sem hefur „Frjálsa menningu“ — The Congress for Cultural Freedom — að bakhjarli. Sam- tök þau hófu starfsemi sina um 1950, en meðal helztu forvígismanna þeirra voru Koestler og Melvin Laslty. Hlutverk þessa félagsskapar var strax í upphafi ákveðið það að berjast gegn áhrifum alþjóðakomm- únismans meðal menntamanna, og fyrrver- andi kommúnistar hafa reyndar látið mikið á sér bera í þeirri baráttu (t. d. Stephen Spender, Koestler, Ignacio Silone osfrv) við hlið „slunginna íhaldsmanna og uppgef- inna frjálslyndismanna“ eins og C. Wright Mills komst að orði í grein sem hann skrif- aði skömmu fyrir andlát sitt um þetta fyrir- bœri vestrœnnar menningarbaráttu. „Frjáls menning“ hefur borizt mikið á þau ár sem hún hefur starfað, styður beint eða óbeint að útgáfu timarita í mörgum löndum, og hefur á að skipa fœrum mönn- um til þeirrar útgáfustarfsemi, þ. á. m. ýms- 1 Ritstjórar: Steplien Spender og Melvin Lasky. um sérfrœðingum um austur-evrópsk og austur-asíatísk málefni. Meðal þessara tíma- rita má, auk Encounter, nefna: Preuves (París), Der Monat (Þýzkalandi), Forum (Vín), Tempo presente (Róm), Perspektiv (Kaupmannahöfn), Kulturkontakt (Stokk- hólmi), Examen (Mexico), og í London eru einnig gejin út tímaritin Survey og The China Quarterly sérstaklega helguð austur- evrópskum og kínverskum málefnum. Tímaritið Encounter varð tíu ára í fyrra, og var þá gefið út í sýnisbók úrval úr þess- um tíu jyrstu árgöngum, Encounters. Af því tilefni ritaði Conor Cruise O’Brien, — ír- inn sem varð frœgur fyrir mótmœli sín gegn afskiptum Breta af Kongó 1961, þegar hann var þar herstjóri Sameinuðu þjóðanna, — grein um frelsishugsjón tímaritsins í Neiv Statesman. Greinin er hnittileg lýsing helztu einkennanna á menningarbaráttu „Frjálsr- ar menningar“, og fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. Gagnrýnandinn byrjar á að tilgreina fá- einar sctningar úr innganginum að sýnis- bókinni, en hann er eftir Sir Denis Brogan: „Engum hefði dottið í hug fyrir 1914 eða 1917 að' þeir tímar gætu komið aS gagn- merkt tímarit hefði að höfuðviðfangsefni að lýsa tilræðum stórveldis við öryggi og at- hafnafrelsi Bretlands og Bandaríkja Norð- ur-Ameríku, sem langalengi höfðu verið ó- hult fyrir erlendum ógnunum. Encounter hefur frá upphafi verið baráttumálgagn. Það hefur verið hlutverk þess að andæfa „svikum hinna skriftlærðu"2 ... Slíkt rit, - Með þessum orðum er vísað til frægrar bókar eftir franska rithöfundinn Julien 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.