Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 43
með þeim þær námsgreinar, sem tíðkuðust í latínuskólanum.“ Það er rétt, að í Unuhúsi voru oft utanbæjarskólapiltar á vist. En að Er- lendur hafi lesið með þeim þær náms- greinar, sem tíðkuðust í latínuskólan- um, — það hef ég aldrei heyrt fyrr og enginn, sem ég hef innt eftir þessu og telja það meira að segja ólíklegt. Samt vil ég ekki fortaka, að eitthvað sé hæft í þessu, þó að mér þyki sagan ekki sennileg. Þrjár höfuðtungur, sem kenndar voru í latínuskólanum, hafa að minnsta kosti orðið út undan hjá Er- lendi í þessu námi, sem sé latína, franska og þýzka. Latínu kunni hann ekki. Frönsku hóf hann að læra hjá Thoru Friðriksson nokkuð löngu eft- ir að ég fór að umgangast Unuhús, en hvarf fljótlega frá þeim lærdómi. Þó segir mér maður nákunnugur Er- lendi, að hann muni hafa kunnað á- mótamikið í frönsku og stúdentar úr menntaskólanum, það er, að hann hafi getað stautað sig fram úr léttu máli. Og þýzkunám tók hann ekki til við fyrr en við fórum að ganga sam- an í tíma til ágæts þýzkumanns á ár- unum 1915 til 1916. En ensku mun Erlendur hafa lært hjá frænda sínum, Magnúsi Björnssyni náttúrufræðingi og kennara. Ókunnugt er mér um, hvort hann hefur gengið til fleiri enskukennara. Það er líka mjög hæpið, að Er- lendur hafi ekki haft tíma til að sitja Rangsnúin mannúS á skólabekk og farið á mis við skóla- menntir af þeim sökum. Svo aumlega stödd var móðir hans ekki, að hún hefði ekki getað fleytt honum gegn- um barnaskóla, að minnsta kosti. Hitt mun sanni nær, sem Erlendur sagði kunningja okkar beggja og ekki er eins dæmi um mikla gáfu- menn, að hann hefði ekki viljað fara í skóla. Og annar maður mjög kunn- ugur Erlendi allt frá æskuárum, seg- ir mér, að ástæðan til þess, að hann neitaði að fara í barnaskólann hefði verið sú, að frændi hans, Jóhannes Erlendsson, hefði verið barinn svo duglega af einum kennara skólans, að hann hefði gengið frá námi. En Erlendur og Jóhannes voru systkina- synir. Þó mun Erlendur ekki hafa slopp- ið algerlega við skólabekkinn. í æsku hans og allt fram á þennan dag hefur hús eitt staðið við Mjóstræti, nr. 8, sem kallað var Þorleifshús. Þar hélt barnaskóla fyrir mín Unuhúskynni maður, sem Þorleifur hét. Þar var Erlendur eitthvað við nám, en ekki veit ég, hversu langt varð í þeirri skólagöngu. Embættishafningu Erlends á lög- reglustjóraskrifstofunni, sem þá hét, segir Halldór þannig frá: „... varð síðan lágtsettur embættismaður hjá tollheimtunni og loks skrifstofu- stjóri.“ Þetta virðist því hafa gengið eftir amerísku munstri. En það gekk ekki svona. Erlendur mun hafa orðið 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.