Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 32
Tímarit tMáls og mcnningar vinsemd, mundu þau aldrei ávarpa hann á slíkan hátt. Fyrr eða síðar hlyti að örla á þeim múr, sem skildi hann frá öðrum mönnum. Hann hleypti henni inn, og þarna stóð hún á hælalausum inniskóm með snjókorn í hárinu og kom sér ekki að því að bera upp erindið. — Þú veizt, byrjaði hún og þúaði hann nú eins og venjulega — hvernig það er með hann Jónsa. Það var nefnilega það, að mig vantaði svo eikkað til að senda ’enni mömmu fyrir jólin. Hún skimaði í kringum sig, og þegar hann leit við sá hann, að hurðin inn í skonsuna hans stóð á hálfa gátt. — Ég veit það er skammarlegt, sagði hún, að fara fram á það við þig, en það er þetta með hann Jónsa, og ég gat ekkert sent ’enni mömmu, þegar ’ún varð sextug í haust. — Það hastar ekki með borgunina, sagði hann til að koma henni úr vandræðunum. — Æ, hvað þú værir góður, sagði konan, og blíðan og feginleikurinn í rómnum voru tekin að hita honum um hjartaræturnar. Hann tók munina niður af hillunni og raðaði þeim á borðið. Hún saug upp í nefið, tók þá upp og skoðaði einn og einn. Hún hafði langa og granna fingur, dálítið hrjúfa af skúringum, og þegar hún fór þeim um rósirnar og flúrið, var honum sem hann kenndi rafmagnaðrar snertingar á eigin hör- undi. Hún staðnæmdist loks við rósótta krús með flúruðu loki, virti hana lengi fyrir sér, tók lokið af og leit varlega niður í hana. — Ef þér megið missa þessa, sagði hún, ég veit ’hún hlýtur að vera gasa- lega dýr. — Svipað og hinar, rumdi hann, sótti bréf og vafði utan um krúsina. Hann fékk henni böggulinn og hún stóð með hann í höndunum, eins og hún kæmi sér ekki að því að þakka fyrir sig og kveðja. — Þú borgar þetta við hentugleika, sagði hann. — Ég — ég veit ekki, hvernig — hvernig ég fæ þakkað þér, sagði hún hrærð. Ég á engin orð . . . Ef ég gæti gert eitthvað fyrir þig, .. . ef þig vantar að láta taka í sokk eða eitthvað ... Hann leit á hana. í augum hennar var einlæg ósk um að gera honum eitthvað til þægðar, um það var ekki að villast. Svarið, sem lá á vörum hans, hið venjubundna viðbragð við allri gustukasemi, missti allt í einu flugsins og féll vængbrotið til jarðar. Og allt í einu fannst honum, að í kringum hana væri hlýtt, geislavirkt belti, sem yljaði honum hið innra, en fékk honum annarlegs hrolls um leið. 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.