Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 66
Timarit Máls og menningar Erlendi. Eg held það sé sálfræðileg glompa að gera úr þessum j átningum hans umburðarlyndi og húmanisma. Það, sem hér lúrir bak við, er að minni hyggju allt annað. Erlendur hafði lent í því slysi, eins og margir aðrir, að vera það, sem menntamenn kalla „literer“, meira að segja mjög „literer“, en slapp þó við þá lömun á karakter og hæfileika að geta ekki hugsað, sem oftast er sam- fara því áfalli. Þá hefði lítið Unuhús verið til. Ég held jafnvel, að Erlendur hafi verið svo næmur „literat“, að honum hafi verið gefið minnst skeik- ult vit á listrænum bókmenntum, þeirra manna, sem ég hef haft náin kynni af. Honum var því, sem öðrum „litererum“ mönnum, mikil nautn í að lesa vel skrifaðar bækur. Sú nautnagáfa var svo rík í eðli hans, að hið listræna í efni bóka fékk orkað meira á hann en skoðanirnar, sem bækurnar báru með sér. Þess vegna gat hann haft skemmtun af að lesa bækur, þó að þær flyttu skoðanir, er voru andstæðar hans eigin hugmynd- um og hvort sem þær voru pólitískrar tegundar eða annars efnis, ef bæk- urnarar voru nógu vel skrifaðar. En þetta táknaði ekki það, að Erlendi rynni í brjóst húmaniskt umburðar- lyndi með skoðunum höfundanna. Þetta kom því hvorki við húmanisma né umburðarlyndi. En þó að skilningur Halldórs á við- horfi Erlends til þessara rita væri réttur, hvað hann ekki er, þá get ég ekki þaggað niður undrun mína yfir því, að hann skuli tefla fram svona þunnri dæmisögu til að hefja vin vorn yfir „einræðissinnana“, auk þess að hann skyldi ekki sjá svo vítt, að játninguna, sem Erlendi er lögð í munn, myndu fleiri gert hafa, er tek- ið hefðu í rífum skammti „literera“ vírusinn. Upphafningin á Erlendi stendur því fyrir mínum augum ekki eins hátt upp úr mýrinni sem hún virðist hafa gert fyrir sjónum Hall- dórs. Fyrir nálega hálfum fjórða tug ára var ég að stauta við að lesa pólitíska bók eftir franskan koinmúnista, Henri Barbusse, sem var talinn, að ég bezt veit, góður rithöfundur. Bókin hét á því máli, sem ég las hana, Eklumo en la abismo (Leiftur í djúpinu). Ég var að mestu leyti sammála skoðunum höfundarins. En þrátt fyrir það fannst mér bókin svo leiðinlega skrif- uð, málið þvælið, framsetningin sum- staðar alltof hástemmd fyrir minn smekk, að ég gafst upp á að lesa hana, tók til við hana seinna og aftur og aftur, en hafði þó aldrei af að lúka verkinu. Nokkru síðar hafði ég mig upp í það að lesa Nýal Helga Péturs. Það fannst mér skemmtilegur lestur, þegar til kom. Þó var Nýall í öllum höfuðgreinum andstæður mínum skoðunum og mér þær sízt minna virði en mínar pólitísku mein- ingar. Hvaða munur er þá á „af- 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.