Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 13
ÞaS var á æskuárum inni. Ekki máttum við stíga þá hröðu dansa, sem þá voru vinsælastir. Þetta bann var mjög illa þokkað, þótt því fylgdi góð meining. Aðeins einu sinni á ári máttum við halda dansleik, sem sé á Oskudaginn. Þá gekk nú mikið á. Við dönsuðum tízkudansinn Char- leston eins og lífið ætti að leysa. Allt- af annað slagið vorum við að reyna að stelast til að dansa en slíkt gekk illa, því að músíkin kom oftast upp um okkur. En unga fólkið hafði á- huga fyrir fleiru en dansmúsík. Ung- ur píanóleikari, Gunnar Sigurgeirs- son, hafði fengið leyfi yfirlæknis til þess að leika á píanóið í dagstofunni þegar hann vildi. Iðulega heyrðist þá dunandi píanóleikur, létt klassísk músík og jafnvel sónötur Beelhovens. Mikill hluti þess fólks, sem þarna var samankomið, hafði sjaldan eða aldrei fengið tækifæri til þess að hlusta á vandaða hljómlist fyrr en hér. Síðla dags, þegar við áttum að vera á göngu, en höfðum í þess stað sezt að úti á túni fyrir framan galopna dag- stofugluggana, þá heyrðum við hljómkviður Beethovens berast út í síðsumarsrökkrið. Þá færðist kyrrð og ró yfir þennan ærslafulla hóp af ungu, ástleitnu fólki. Við horfðum yfir svart og úfið hraunið, austur til hlíðanna, þar sem stjörnur himins speglast í auðmjúkum vötnum. Okk- ur fannst sem við hefðum hækkað í gildi, þar sem við máttum sitja hér í rökkrinu og hlusta á svona göfuga tónlist. Slík forréttindi voru á þessum árum nær eingöngu veitt efnuðu fólki og þeim sem gátu siglt til útlanda. Almenningur hafði þá lítt vanizt tón- leikum. Lærðir snillingar, sem stöku sinnum komu fram opinberlega, kvörtuðu og sögðu aðsóknina lélega hjá sér, á borð við þá hylli sem ó- lærðir viðvaningar gátu notið. Þjóð- in var rétt að byrja að læra af sinum beztu listamönnum að njóta þess un- aðar, sem hægt er að hafa af sígildri tónlist. Senn var komið haust. Veru minni á hælinu var að verða lokið. Ég gekk á milli manna til þess að kveðja. „Komið þér nú aldrei hingað aftur“, sagði Sigurður Magnússon prófessor með föðurlegri glettni. Helgi læknir Ingvarsson brosti samþykkjandi. Mér varð undarlega við. Auðvitað ætlaði ég aldrei að koma hingað aftur. Þetta var heillaósk læknanna til mín. Ég horfði á þessa tvo menn, sem mér var farið að þykja svo fjarska vænt um. Og mér varð allt í einu ljós sú staðreynd, að héðan langaði mig ekki að fara. Árferði var erfitt. Basl og atvinnuleysi var algengt. Að vísu mátti hver prísa sig sælan, sem hlotið hafði næga heilsu, til þess að geta farið burt frá Vífilsstöðum. En hælið gaf mörgum tækifæri til sjálfsmennt- unar á ýmsum sviðum. í rauninni gat veran þar stundum líkst dvöl á lýðháskóla. Þarna var gott bókasafn, fjöldi vel gefins fólks úr öllum lands- 219
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.