Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 24
Timarit Máls og menningar Venjulega stóð potturinn á miðju borði, hvert okkar teygði sig í hann, greip handfylli, hristi vatnið af smælkinu og lét á borðið við sinn disk. Þrjár hýðishrúgur mynduðust og stækkuðu þegar á leið matmálstímann. Að honum loknum var skylduverk mitt að fara vandlega gegnum hrúgurnar í leit að frávillingum, okkur gat yfirsézt eitt eða annað ber, það fékk kálfurinn en hundurinn hýðið. Amma greip kartöflurnar með fingrunum, kreisti, saug innan úr hýðinu og skóf varirnar á eftir með bakka hnífsins, en afi lúsaðist við að hýða, sem var seinaverk, en gat rétt sjálfum sér um kennt. Hann vildi ekki tileinka sér borðsiði ömmu, sem ég lærði fljótlega. Af þeim sökum var helzt að leita frá- villinga í hrúgunni við diskinn hans, ömmu yfirsást aldrei. Hann var hroð- virkur, gekk illa að mat og sjaldan lagði hann á sig að skafa utan af beini eða bora í merg. Að lokum missti hann stj órn á skapinu, greip báðum lúkum í kartöfluhaug- inn og sletti yfir hausinn á hundræflinum, sem lá geispandi við borðfótinn. Timdu þá að selja ekki allar kartöflurnar á haustin, sagði amma útundan sér. Smælki er fullgott í ykkur, hvæsti hann svo neftóbaksóhreinindin komu í gorkúlum fram um nefið. í dag geturðu fitað vembilinn á guðsorði, hélt hann áfram. Hann þreif diskana með matnum út úr höndunum á okkur, hvolfdi af þeim í kartöflusoðið og tók pottinn með sér. Hann ætlar að henda mat í kálfinn, sagði ég furðu lostin, þegar hann var farinn. Nei, góða mín, hann tímir ekki að setja átmat fyrir kálfinn, þótt hann fái sama smælkið og við, bara úr annarri tunnu. Við risum á fætur, smugum með grautarpottinn inn í kolakompu og átum kalda brauðsúpu í flýti svo hann stæði okkur ekki að sælkerahætti. Amma var undirförul, síhrædd og lifði í stöðugum þrælsótta við reiði afa. Bæði tvö voru skrattanum nízkari og tímdu varla að éta skítinn undan nöglunum á sér. Leitaðu afa þinn uppi, sagði hún. Hann getur fyrirfarið sér í geðillsku. Ég hljóp í ofboði niður í græna skúrinn. Fólk hengdi sig þar oft af ein- tómri geðillsku, þegar ég var ung. Skúr þessi stóð framarlega á sjávarbakk- anum. Fram eftir sumri stóð hann auður og því hægt um vik, en var annars notaður sem heyhlaða. A vetrum var hann fullur af heyi upp að bitum og engin leið að bregða um þá snöru, fólk varð því að notast við sjóinn, fylla 230
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.