Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 28
Tímarit Máls og menningar
Ég: Nei. Þetta stendur hér.
Hann við mig: Hvað er yður á höndum?
Hverra manna eruð þér?
Ég við hann: Ég er Hamlet.
Mér jinnst vera eitthvað rotið hér.
Forsœtisráðherrann: Hver er Hamlet?
Ég: Prins Dana.
Hann: Prins Dana? Ja. svei svei.
Við erum nú lausir við ykkur, góði.
Nú er hér allt í stórstígum jramjörum,
allt er gleypt, allt er selt,
landið og þjóðin, allt jalt.
Ég: Hvar er þá okkar jrœgð
í meira en sex hundruð sumur?
Hann: Mig rámar í þetta. Hver ertu?
Ég: Það er satt, ég er Hamlet,
ég gleymdi mér: Orð, orð, orð.
llann: Hvað viltu? Ég: Föður minn.
Hann: Hver er hann? Ég: Hann er dauður.
Þið drápuð hann: morð, morð, morð!
Hann: Hver drap hann? Ég: Já, hver?
Hann: Þú ert Hamlet Danaprins?
Ég: Hver hélztu að ég vœri? Hann:
Kommúnisti. Ég: Ahá!
Hann: Hver drap hann föður þinn?
Ég: Hver drap? Já, hver veit það?
Hann: Ahá, ahá, ahá!
Eg: Að vera eða vera ekki!
Hann: Ég er jorsætisráðherra landsins.
Ég: Ég er Hamlet Danaprins.
Hann: Þú kemur einsog kallaður, góði.
Landið er sjálfstœtt. Handritin heim!
Það er kraja íslenzkrar þjóðar nú.
Ég: Og útlendur her! Er það hennar trú?
Hann: Nú þarj ég að jara á jund.
Ég: Þetta var alveg einstök ánœgjustund.
Og ég hélt ájram ajtur út á götuna.
Það var skýjajar og ég var Hamlet.
Ég sagði: Hér er Hamlet sjálfur.
(Ó, hvílíkt gjálfur, ó, hvílikt gjáljur)
Og grafarinn var við gröjina sína.
Ég sagði: Sérðu kúpuna mína?
Hann sagði: hér eru margir dauðir.
234