Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 29
Nú er tími til að leika Hamlet
Ég: Hve margir hafrar, hve margir sauðir?
Hann: Kúpurnar eru allar jafnar
í mínum augum,
skáld, hórur og forsœtisráðherrar.
Ég: Það er skrítið, ég hélt ég vœri
sjálfur dauður og gœti fundið
kúpuna mína, biðst afsökunar.
Hann: Nú er veður til að grafa.
Ég: Og að leika Hamlet. Seg mér
grafari góður, hver drap hann pabba?
Hann: Sjáðu bankann sem stendur þama
með ránfuglsmerki, þeir velja sér það
þjóðskörungarnir, táknrœnt merki.
Og sjáðu fánann sem hangir við hún
í lcyrru veðri dapurlega
einsog til þess að syrgja einhvern
sem drepinn hefur verið.
Eg: Þetta er þjóðarfáninn okkar.
Hann: Já, það er þeirra tákn,
Hefurðu ekki séð þessa herra?
Eg: Það setur að mér hnerra.
Hann Það er moldin sem veldur því. En farðu og jinndu
bankastjórann í húsinu þarna með járn fyrir gluggum
og ránfuglsmerki yfir dyrum. Á ránjuglsmerkinu þekkjast þeir.
Svo knúði ég dyra hjá bankastjóranum.
Hann var einsog bankastjóra sœmir
með seðlafesti um háls og herðar
hendur og bringu bak og jœtur.
Hann sat í stól (ég var ekki í kjól).
Hann sagði: Hvað er yður á höndum?
Ég sagði: Ég er ekki í böndum.
Hann sagði: Ha ha! og svona klœddur.
Og hvar ertu fœddur? Og ég: Ertu hrœddur?
Hann: Það er sprengjan sem rœður.
Ég: Verum brœður.
Hann: Nei nei. Ég: Svei svei.
Hann: Sei sei. Ég: Þei þei.
Ég: Far vel. Það er jnykur hér.
Hann: Nei, hœgan, bíðið þér.
Ef til vill trúið þér ekki á sprengjuna?
Ég: Það setur hnerra að mér.
Það er jýla hér, eitthvað rotið.
Hann: Hvað? Rotið? Rotið?
235