Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 31
Jökuil Jakobsson
Gullbrúðkaup
Leikþáttur Jyrir útvarp
í gömlu sambýlishúsi búa öldruð hjón ... Rúmið hennar nær veggja á
milli í stofunni og við fótagaflinn er skápur fullur af krukkum, glösum
og flöskum.
Gamli maðurinn situr við borð, rær í gráðið og virðir fyrir sér taflmenn
á skákborði.
I stofunni þeirra cr svo lágt undir loft, að útsaumsmyndin DROTTINN
BLESSI HEIMILIÐ rúmast ekki yfir dyrunum, heldur hangir hún til
hliðar ...
guðbjörc: Ananías.
ANANÍAS: . . .
GUÐBJÖRG: Ananías.. as...
ANANÍas: Mmmmm ...
guðbjörg: A-na-nía-ss ...!
ananías : Huhh?
GUÐBJÖRG: Mixtúran mín.
ananías: Mixtúran þín.
GUÐBJÖRG: Já, mixtúran mín, Ananías.
ANANÍAS: Jájá, mixtúran þín, manneskja.
GUÐBJÖRG: Það er komið fram yfir timann ... tíu mínútur fram yfir tímann
... Og þú liggur náttúrlega yfir skákinni ...
ananías : Það ætti varla að koma að sök ... tíu mínútur ...
guðbjörg: Læknirinn sagði, Ananías ... læknirinn sagði ...
ANANAÍs: Já, mér er sama þó læknirinn segi ... það kemur varla að sök ...
mmm ...
GUÐBJÖrg: Þú liggur yfir þessari skák sýknt og heilagt ... þó ég gæfi upp
öndina ... þú hugsar bara um þessa skák ...
ANANAÍS: Er ég ekki að finna þessa mixtúru þína?
guðbjörg: Það er ekki þetta glas, Ananías ... Þetta er gigtaráburðurinn á
mjöðmina á mér ... hægri mjöðmina ... það er þarna yzt á hillunni.
ananÍas: Ætli þetta sé ekki allt sama tóbakið? Það mætti segja mér ... ja,
það mætti segja mér.
237