Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 34
Timarit Máls og menningar
guðbjörg: Hvur getur þetta verið? Og ég eins og hver önnur rytja! Og stof-
an eins og svínastía ...!
ananías: Ætlarðu ...!
GUBÐJÖRG: Þú gast þó verið búinn að taka til! Þú ...
(Hann skellir í hana skeiðinni, hún tekur andköf. Barið á ný).
guðbjörg (kjókrar): Það fór oná treyjuna mína ... og sængina ... það fór
niðrá höku á mér ... og út á kinn ... úhúhúhú ... og svo er einhver að
koma ... úhú ... það er allt út um allt ... og stofan eins og svinastia ...
ananías (opnar dyrnar): Huh?
ólafur: Hemm. Gott kvöld. Gott kvöld.
ANANÍAS: Jahá, sæll veri maðurinn ...
ólafur: Eg bið afsökunar á ónæðinu.
ANANÍAS: Viltu ekki ganga í bæinn?
ólafur: Þú kannast náttúrlega við mig?
guðbjörg: Hvur er að koma, Ananías? Hvur var að koma?
ólafur: Ég sæki kannski illa að, ha?
ananías: Gáttu í bæinn, maður minn.
guðbjörg: Hvur var að koma, Ananías? Hvur?
ÓLAFUR: Það var bara ég.
guðbjörg: Ha?
ólafur: Bara ég! Maðurinn uppi á lofti! Hehe! Ólafur! Ólafur Jónsson!
GUÐB.iörg: Hvaða Ólafur, Ananías? Hvaða Ólafur er þetta?
ólafur : Ég bara leigi sko uppi á lofti, hehe! Ég sæki kannski illa að.
ANANÍAS: Hreint ekki ... kondu bara innfyrir ... það er gegnumtrekkurinn,
sko. Gamla konan.
guðbjörg: Hvað vill maðurinn, Ananías? Hvað vill hann?
ólafur: Takk fyrir. Takktakk ... ég hérna hér, hm ... hehe ... ég var nefni-
lega búinn að bjóða stúlkunni minni út í kvöld ... ég ætla sko ekkert að
stoppa ... ég bið afsökunar á ónæðinu, hehe!
guðbjörg: Hér er allt á rúi og stúi, Ananías, segðu manninum það. Þú gætir
nú að minnsta kosti sópað!
ólafur: Veriði sko ekkert að hafa fyrir mér.
GUÐBJÖRG: Stofan eins og svínastía og ég rúmföst manneskjan ... segðu
honum það, Ananías!
ANANÍAS: Hann sér það nú víst sjálfur!
ÓLAFUR: Ja-humm, góða kvöldið frú ... ég ætla sko ekkert að stoppa, hehe
... hvernig er heilsan ?
240