Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 42
Tímarit Máls og menningar
guðbjörg: Ananías!
ólafur : Keyptum fokhelt, skilurðu ... þeir eru með tréverkiS ...
ANANÍAS: En ég á þó eftir aS mæta þér í stiganum hérna enn um sinn, heillin
mín, híhí, hætt viS aS lyftist brúnin á karli.
helga: Óh! Ihíhí...
ananías: Ja, já ... þú ættir aS líta kannski inn til gamla mannsins ... kindin
mín ... ef kærastinn skyldi ekki vera heima ... hihi ... vita hvort hann
á ekki volgt á könnunni!
HELGA: Ó, þakka þér fyrir, þaS er fallega boSiS. Veistu eitt, mér hefur alltaf
fundist sumir gamlir menn svo rómó. SkeggiS ... aS ég ekki tali um al-
skegg!
ananÍAs: Jahá, datt mér ekki í hug, hihi. Líttu inn stúlka mín, líttu inn, hvur
veit nema kynni aS vera volgt á fleiru en könnunni, hihi!
helga: Hihi, þú ættir aS láta þér vaxa alskegg, Óli! Af hverju læturSu þér
ekki vaxa alskegg!
ólafur : Jahá, heheh, hver veit! Hahaha!
guðbjörg: Ananías! ÆtlarSu láta mig drepast! A ég alls ekki fá seinni skeiS-
ina! Ananías! Réttast væri aS klaga þig! Já, ég klaga þig fyrir lækninum.
Ananías! Búin aS fá tak um alla síSuna!
helga: HvaS er annars þetta ananías?
ólafur: Ha? HvaS segirSu? Þe- þetta er Ananías!
helga: Heitir þú Ananías? Haha! Ég hélt ananías væru einhverjir dropar
sem hún tæki inn! Hahahahaha! Óh, hahahaha! A-aaa-naa-hní-has!! Haha!
ólafur: Já, hm, jæja, nú er vatniS fariS aS kólna ... hm, já, hm ... takk
fyrir mig ... takktakk, takktakk ... góSa nótt, nú skulum viS flýta okkur.
helga: GóSa nótt ... óh ... góSa nótt, Ananías.
ananÍas: Hjá ... góSa nótt.
(Þau fara).
GUÐBJÖRG: ÞaS er ég viss um læknirinn yrði bálvondur ef hann vissi ...
ananías: Sá held ég megi verða vondur. ÞaS er varla hundraS í hættunni!
GUÐBJÖRG: Þér er orðið alveg sama um mig!
ananías: Sama um þig? Huh!
GUÐBJÖRG: Ég hélt ég ætti ekki það langt eftir, þú gætir látiS þér ögn annt
um mig.
ANANÍAS: Langt eftir. Tuh! HvaS ætli þú tórir ekki hér eftir eins og hingaS til.
GUÐBJÖRG: Varla meS þessu háttalagi ... fæ ekki meðölin fyrr en eftir dúk
og disk! Þú hirðir ekkert um mig.
248