Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 46
Tímarit Máls og menningar
ananías: Ég er nú að leita að gleraugunum mínum.
GUÐBJÖRG: Þú finnur aldrei neitt ...
ANANÍAS: Bíðum nú við ...
guðbjörg: Hvur getur verið að senda okkur skeyti?
ananías: Það er nú það sem ég er að gá að ... og hvur er kominn til að
segja það sé til okkar?
GUÐBJÖRG: Nú ... var ekki komið með það hingað?
ananías : Það þarf ekki endilega að vera til okkar! Það gæti verið til mín
... prívat!
GUÐBJÖRG: Þín? Gæti það þá ekki allt eins verið til mín?
ananías: Hvur ætti að senda þér skeyti? Mér er spurn?
cuðbjörg: Nú ... lestu!
ANANÍAS: Viltu þá ekki þegja rétt á meðan . . .
guðbjörg: Er ég ekki að því?
ananaís (les): Frú ... frú Guðbjörg Jónsdóttir ...
guðbjörg: Jhá! Vissi ég ekki! Það er til mín!
ananías: Það er ekki búið! Gvu ... frú Guðbjörg Jónsdóttir og Ananias
Daníelsson .. . þú sérð það nú góða mín, það er líka til mín!
guðbjörg: Það er til okkar beggja ...
ANANÍAS: Já, það er til okkar beggja.
guðbjörg: Lestu áfram ...
ananías: Guðbjörg Jónsdóttir og Ananías Daníelsson, Vesturgötu 87C,
Reykjavík ... hjartanlegar hamingjuóskir á gullbrúðkaupsdaginn, megi
Guð blessa ykkur ... gullbrúðkaupsdaginn ...
guðbjörg: ... gullbrúðkaupsdaginn ...
(Þögn).
guðbjörg: Er ... er ... þrítugasti ... þrítugasti í dag? ...
ANANÍAS: Ég .. . ég hef ekki gáð á almanakið .. .
GUÐBJÖRG: Hangir það ekki þarna . . . yfir kommóðunni?
ananías: Ha ...? Jú ... Jú.
guðbjörg: ... gullbrúðkaupsdaginn ...
ANANÍAS (gáir á almanakið): ... það er þriðjudagur ... stórstraumsflæði
og fullt tungl ... jú, það er sá þrítugasti .. . það er í dag ...
guðbjörg: ... eru fimmtíu ár í dag?
ANANÍAS: Ha? Ja, jú ... það væri ekki fjarri lagi ... fimmtíu ár ... tja,
stendur heima.
252