Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 49
Asi í Bœ Sagnamaður Sfgurbjörn Svefnsson Fvrstu kynni mín aí Sigurbirni Sveinssyni skáldi hófust með inngöngu minni í barnaskóla fyrir fjörutíu árum. Hann var öðruvísi en aðrir menn, en í hverju það lá vafðist fyrir okkur þessum fyrstaárs hóp sem honum var falið að leiða frumsporin til andlegrar skólunar. Oðru fremur var hann mað- ur orðsins, en við voruin ekki neitt það sem kalla mætti littererir, nei við vor- um flestir komnir beint úr fjörunni þar sem við eyddum deginum frá morgni til kvölds og æfintýrið var fólgið í athöfn en ekki orðum. Og við vorum þrótt- miklir og þarmeð óstýrilátir. Það gekk illa að láta okkur standa fallega í röð- um; það voru hrindingar, hopp, brögð og hnefarnir lágu ekki á liði sínu ef út af bar. Þá voru menn ófeinmir og ekki sérlega tillitssamir við náungann. Þegar loks hafði tekizt að reka fénaðinn inn í stofuna og setjast í bekki byrj- uðu hljómleikarnir: nokkrir lömdu í borðin, aðrir blístruðu, sumir spangól- uðu, bauluðu og þeir sem músíkalskastir voru sungu fullum hálsi, en þau sem ekki höfðust að verklega hlógu eins og idjótar. Og þarna stóð kennarinn okkar í púltinu, fíngerður maður með stór blágrá augu undir hvelfdu enni og horfði á okkur. Maður sem elskaði börn. Stundum stóð hann grafkyrr, nema livað hann bankaði öðruhvoru í púltið með töfluprikinu, horfði þungbrýnn fram til okkar eins og hann væri að reyna að dáleiða okkur til þagnar. En það var víst ekki gott að ná þannig valdi á okkur. Stundum afturámóti þaut hann úr hásæti sínu þreif í öxlina á einum peyjanum dró hann fram úr borðinu og hristi óþyrmilega og virtist þá ofsareiður; þá fyrst var okkur verulega skemmt og ærslin og hláturinn ætlaði allt um koll að keyra. En ein aðferð brást honum aldrei. Þegar allar kennarabrellur voru þrotnar í stríðinu við okkur rétti hann allt i einu upp höndina, sussaði eins og dálítið laumulega á okkur og þá vissum við hvað í vændum var og á samri stundu var dauðaþögn í stofunni: Saga. Æfintýri. Og þarna leiddi hann okkur þessa fjörulalla, skit- kastara og slagsmálahunda með sér inn í furðuveröld uppljómaða af birtu og kynjuin svo jafnvel okkar ungu þorskasálir fundu nálægð sjálfs undurs- ins. Og þegar við vöknuðum aftur í sögulok og vissum að við vorum í mann- heimum litum við hvert á annað og sáum að við áttum augu og bros og vor- um bara lítil börn á jörðinni. Þó grunar mig að enginn hafi verið sælli sögu- 255
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.