Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 50
Timarit Máls og menningar manni, enda gat hann nú fyrirhafnarlaust tekið okkur upp að töflu og kenrit okkur að skrifa: Himinn. Jörð. Maður. Löngu síðar tókst með okkur góður kunningsskapur, hann var þá fyrir löngu hættur kennslu og bjó í litlu húsi ásamt hróður sínum, en frænka hans, gæðamanneskja, sá um húshaldið fyrir hann. I þetta hús var gott að koma, Sigurbjörn var ljúfmennskan sjálf og tók á móti gestum með þeirri reisn hjartans sem andlegum höfðingjum einum er lagið. Hann lék bæði á fiðlu og gítar og gerði það með einhverjum þeim sjarma að snerti við manni enda þótt kunnátta hans væri takmörkuð. Hann var líka vitur maður og svo var réttlætiskennd hans næm að hann átti til að missa stjórn á skapi sínu vegna einhvers óréttar sem menn urðu að þoia jafnt fjær sem nær. En fyrst af öllu var hann sagnamaður, hann hafði svo frábært auga fyrir sögu, því sorglega og þá ekki síður því spaugilega, að hann gat breytt hversdagslegustu atvikum í æfintýralega frásögn. Og þegar hann komst í söguham þá varð hann eins og sjálfur á valdi töfra eða galdurs og sagan spratt fram með orðuin, látbragði og leik svo maður lifði hana eins og forðum í skólastofunni. í þessum línum ætla ég að gera tilraun til að endursegja þrjár stuttar sögur eftir Sigurbjörn enda þótt mér sé ljóst að það verður aðeins veikur ómur af frásögn meistar- ans sjálfs. Svo sem góðum sögumanni byrjar notaði Sigurbjörn ýmsar brellur til að ná valdi á áheyrendum. Ég gleymi aldrei þegar liann sagði mér í fyrsta sinn söguna af Bréfunum. Það er haustkvöld, lotulangur útsynningurinn ríður hús- um og einstaka él löðrungar gluggann. Við sitjum í eldhúsinu hjá honum, höfum dreypt á koníaki og teflt skák. Það er lítið sagt, raulaður lagbútur, hreyfður maður. Það er notalegur ylur frá kolavélinni og því sitjum við hér. Ef uppá mig stendur í skákinni raular hann ívið hærra, pikkar einum fingri i borðið, strýkur hendi yfir þunnar hærur. Augun ýmist hálflukt og fjarri eða opin, leiftrandi og nærri manni. Allt í einu rís hann á fætur, lemur stinnings- fast í borðið, fer út að glugganum, horfir út í myrkrið, dregur djúpt andann, lyftist á tær, færist allur i aukana. Gengur síðan í flýti að báðum dyrum og leggur við þær eyra, hlustar. Síðan tifar hann á tám til mín að borðinu, beyg- ir sig niður að mér og hvíslar: Má ég trúa þér fyrir leyndarmáli vinur minn? Eg gapi upp í hann undrandi og skelfdur í senn, held að eitthvað voðalegt hafi komið fyrir, segi að hann skuli ekki vera að því ef hann ekki treysti mér, alvarlegur, hrærður. Jú, jú, segir hann. Ég sé það á augum þínum, þau svíkja ekki. Hann horfir á mig, hvessir augun, harður á svip, síðan lokar hann aug- unum, lætur höfuðið síga, spennir greipar og stynur upp: Ó, ástin er voðaleg. 256
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.