Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 53
Sigurbjörn Sveinsson tók fram töskuna, leysti utan af bréfabögglunum, tætti þá í sundur og reisti af þeim mikinn hrauk. Nú var sólarlag við Faxaflóa. Og þarna stóð hann þessi föngulegi bjarthærði maður og eldsbjarminn lék um andlit hans, en að baki honum rauðaglóð hafs og himins. En sem dvína tók bálið hlúði hann að því með berum höndunuin svo ekkert orð skyldi óbrunnið undan komast. Og ég sagði: Gætið yðar að brenna yður ekki. Hann svaraði hægt og þungt: Sárt brenna fingurnir en sárar brennur hjartað. Og í það mund sem síðasti neist- inn varð að ösku hvarf sólin undir hafsbrún og skuggi næturinnar breiddist yfir jörðina. Síðan röltum við áleiðis í bæinn. Það gerðist í Unuhúsi. Ég var þar daglegur gestur um árabil enda var þar oft glatt á hjalla og húsráðendur eftir því. Um þetta leyti voru þar heima- gangar þeir Jón frá Hlíð, Þórbergur, Stefán frá Hvítadal, og Guðmundur Hagalín hafði nýlega bætzt í hópinn. Margar stundir eru mér ógleymanlegar frá kvöldunum í Unuhúsi, en minnisstæðastur er þó elskan hann Stefán minn frá Hvítadal, ja þvílíkur maður. En það er önnur saga. Nú stóð svo á að ný- lega hafði ungur maður Halldór nokkur Guðjónsson kvatt sér hljóðs á skálda- þingi og töldu ýmsir að hér væri nýtt séní á ferðinni. Og þetta kvöld átti mér að hlotnast sá heiður að verða kynntur fyrir þessum unga manni. Ég var af- skaplega forvitinn að sjá skáldið og kom því tímanlega svo ekkert skyldi framhjá mér fara. Ég sit nú góða stund án þess nokkur annar væntanlegur gestur láti á sér kræla. Loks heyri ég fótatak frammi, er þar kominn Hagalín og er heldur en ekki asi á pilti. Er hann ekki kominn, spyr hann. Hver? Nú hann Halldór. Nei, það er enginn kominn, segi ég. Hver þremillinn, ég verð þá að fara og gá hvort ég sé ekki til hans, segir Hagalín og er rokinn á dyr. Enn líður nokkur stund. Þá veit ég ekki fyrr en rindilslegur strákur er allt í einu kominn inn í stofuna. Nú þetta er þá kauði, hugsa ég, ojæja, séð hefur maður nú annað eins. Hann spígsporar um stof- una nokkra stund, án þess svo mikið sem að virða mig viðlits, staðnæmist við opinn glugga sem vissi út að kálgarðinum og gónir þar út. Síðan gengur hann nokkur skref aftrábak, stanzar þar og starir hvössum augum á gluggann. Eitt- hvað er hann nú skrítinn, hugsa ég með mér, en veit þá ekki fyrr en hann tek- ur undir sig stökk og er horfinn út um gluggann. Nú, það er bara svona segi ég við sjálfan mig. 1 þessu kemur Hagalín aftur og spyr flaumósa: 259
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.