Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 58
Tímarit Máls og menningar skynjun ímyndunaraflsins sem hefur heppnazt einu sinni og er enn aS heppn- ast endalaust. Hérna er hann, hann heldur áfram og heppnast á hverju andar- taki. Hann er enn raunverulegur, djúpur og drekkur allt í sig ómótstæöilega. Menn verða ekki fyrir vonbrigðum með hann morguninn eftir. Hann er skáldunum fordæmi jafnvel að miklu meira leyti en fyrirmynd.“ Ungur maður hafði orð á því við mig nýlega, að Pasternak hlyti áreiðan- lega að hafa veriÖ þunglyndur, einrænn og mjög óhamingj usamur maður. Samt skrifaði ég um Pasternak árið 1921: „Hann er fjörmikill, heilbrigöur og nútímalegur. Það er ekkert við hann sem minnir á haust, sólsetur eða ann- að sem er í senn unaöslegt og lánleysislegt.“ Ári síðar skrifaði V. B. Shklov- skí sem hitt hafði Pasternak í Berlín: „Hamingjusamur maður! Hann verður aldrei beiskur. Hann verður örugglega elskaður, það verður dekrað við hann og hann verður mikill maður allt sitt líf.“ Hér kemur sýnishorn af því, hvernig Majakovskí og Osip Brik formúleruðu (svo notaður sé talsmáti þess tíma) ætlunarverk ýmissa listamanna: „Maja- kovskí. Tilraunir þar sem nota skyldi margbreytilegt hljómfall í kvæðum sem spenntu vítt um hversdagsleg og þj óðfélagsleg fyrirbæri." „Paslernak. AS beita kraftmikilli orðskipun í þágu byltingarlegra verkefna.“ Allt þetta kemur trúlega á óvart þeim erlendu lesendum sem uppgötvuðu það fyrst 1958, að Pasternak var til. Þeir sjá fyrir sér óhamingj usaman mann í einvígi við Ríkið. En Pasternak var í raun og veru hamingjusamur maður, ástæðan til þess, að hann dró sig útúr samfélaginu, var ekki sú að hann væri þessu samfélagi mótfallinn, heldur hitt, að þótt hann væri viðfelldinn og jafn- vel kátur í félagsskap annarra, þá gat hann samt sem áður ekki talaÖ við nema einn mann: sjálfan sig. í lok ársins 1918 lýsti hann aðdáun sinni á Kreml, þ. e. a. s. Ráðstjórnar- ríkinu, með þessum orðum: „Það ryðst fram, ógnandi, molar allt sem verður á vegi þess, út þetta ár sem enn er ekki liÖiö, fram á árið 1919. Handan við ólgusjó þessara storma sé ég í anda, hvernig það ár sem enn er ekki gengiÖ í garð mun takast á hendur uppeldi mitt að nýju. sá skipbrotsmaður sem ég er.“ (Hann skildi ekki þá, að enginn í heiminum mundi í alvöru takast á hendur „uppeldi hans að nýju“.) Seinna, árið 1930, eftir sjálfsmorð Maja- kovskís, skrifaði hann: „Ríkið okkar sem brotizt hefur inní rás aldanna og unnið sér þar tilverurétt til eilífðar, óviðjafnanlega og ómögulega ríkið okk- ar.“ Hann talaði um blóðböndin milli þessa ríkis og Majakovskís. Árið 1944 orti hann af hrifningu um þetta sama Ríki sem „brotizt hafði inní rás ald- anna.“ Hann dáðist að því sem áhorfandi: öll skáld, jafnvel stórskáldin, verða 264
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.