Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 83
Olajur Halldórsson
Þar ltggur þú9 Ingjaldur
FVRR á öldum voru útróðrar miklir
frá Hálsum í Suðursveit; þá voru
verbúðir við Kambtún, nálægt Hest-
gerði, góðan spöl frá sjó, og sér þar
til húsarústa enn í dag. í jarðabók ís-
leifs Einarssonar yfir austurhluta
Skaftafellssýslu 1708 og 1709 segir
að Borgarhöfn á útræði við Hálsa-
liöfn og vermannaskála þar að fornu,
10 eða 12 (Blanda I, bls. 30).
A dögum Gísla biskups Jónssonar
í Skálholti urðu miklir skipstapar í
þessari verstöð, og segir Jón Egilsson
þannig frá þeim í Biskupaannálum:
’Anno 1573 varð það hið mesta
manntjón undir Ilálsum í Hornafirði,
góuþrælinn (þ. e. 9. marz, sjá Ann-
ála Bmf. II, bls. 77 nm.), drukknuðu
Liij menn, en af komst sá hinn fjórt-
ándi einn; þar voru eptir xv ekkjur,
þær ekkert hæli áttu og engan að,
utan guð einn.‘ (Sajn til sögu ís-
lands I, bls. 108.)
Orðalagið sá hinn jjórtándi einn
er ekki auðskilið, þar sem áður er
talað um 53 menn (í sumum hand-
ritum 93 menn); e. t. v. á að lesa:
’fjórir tigir (eða fjörutíu?) og þrett-
án menn, en af komst sá hinn fjórt-
ándi einn'.
Um mannskaða þessa hafa mynd-
azt þjóðsögur, svo sem algengt var
um volega atburði; ein þeirra er
prentuð í nýju útgáfunni af þjóðsög-
um Jóns Árnasonar, fjórða bindi bls.
148—9, og segir þar að ’átján skip
fórust við Borgarhafnarhálsa þar
norðlenzkir höfðu þá verstöðu og
íbúðarskála sinn í Kambtúni hjá
Hestgerðiskambi sem sagt er verið
hafi á dögum Marteins biskups í
Skálholti1. I þessari sögu er sagt að
vísa ein, ’Hér í vörum heyrist báru-
snarið ...‘ hafi verið kveðin við sof-
andi manu þegar skipin fórust, en um
vermennina er sagt að þeir ’voru orð-
lagðir fyrir óvandaðan lifnað með
kvennafar og þess háttar lystisemd-
ir ...‘
Miklu ítarlegri saga um þessa at-
burði er í þjóðsögum Sigfúsar Sig-
fússonar (fyrsta bindi, bls. 73—75),
og er þar nefnd ’Kamptúns-kapparn-
ir. (Skráð eftir munnmælum ýmsra
manna þar að sunnan, og það haft,
er einn greindi öðrum framar)'. Þar
segir einnig að vermennirnir í Kamb-
túni væru norðlingar og að þeir
’höfðu þar ýmsa leika og þótti fylgja
þeim bæði guðleysi og siðspilling
mikil. Lá það orð á vermönnum þar,
að þeir spjölluðu bæði meyjar og
19 TMM
289