Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 83
Olajur Halldórsson Þar ltggur þú9 Ingjaldur FVRR á öldum voru útróðrar miklir frá Hálsum í Suðursveit; þá voru verbúðir við Kambtún, nálægt Hest- gerði, góðan spöl frá sjó, og sér þar til húsarústa enn í dag. í jarðabók ís- leifs Einarssonar yfir austurhluta Skaftafellssýslu 1708 og 1709 segir að Borgarhöfn á útræði við Hálsa- liöfn og vermannaskála þar að fornu, 10 eða 12 (Blanda I, bls. 30). A dögum Gísla biskups Jónssonar í Skálholti urðu miklir skipstapar í þessari verstöð, og segir Jón Egilsson þannig frá þeim í Biskupaannálum: ’Anno 1573 varð það hið mesta manntjón undir Ilálsum í Hornafirði, góuþrælinn (þ. e. 9. marz, sjá Ann- ála Bmf. II, bls. 77 nm.), drukknuðu Liij menn, en af komst sá hinn fjórt- ándi einn; þar voru eptir xv ekkjur, þær ekkert hæli áttu og engan að, utan guð einn.‘ (Sajn til sögu ís- lands I, bls. 108.) Orðalagið sá hinn jjórtándi einn er ekki auðskilið, þar sem áður er talað um 53 menn (í sumum hand- ritum 93 menn); e. t. v. á að lesa: ’fjórir tigir (eða fjörutíu?) og þrett- án menn, en af komst sá hinn fjórt- ándi einn'. Um mannskaða þessa hafa mynd- azt þjóðsögur, svo sem algengt var um volega atburði; ein þeirra er prentuð í nýju útgáfunni af þjóðsög- um Jóns Árnasonar, fjórða bindi bls. 148—9, og segir þar að ’átján skip fórust við Borgarhafnarhálsa þar norðlenzkir höfðu þá verstöðu og íbúðarskála sinn í Kambtúni hjá Hestgerðiskambi sem sagt er verið hafi á dögum Marteins biskups í Skálholti1. I þessari sögu er sagt að vísa ein, ’Hér í vörum heyrist báru- snarið ...‘ hafi verið kveðin við sof- andi manu þegar skipin fórust, en um vermennina er sagt að þeir ’voru orð- lagðir fyrir óvandaðan lifnað með kvennafar og þess háttar lystisemd- ir ...‘ Miklu ítarlegri saga um þessa at- burði er í þjóðsögum Sigfúsar Sig- fússonar (fyrsta bindi, bls. 73—75), og er þar nefnd ’Kamptúns-kapparn- ir. (Skráð eftir munnmælum ýmsra manna þar að sunnan, og það haft, er einn greindi öðrum framar)'. Þar segir einnig að vermennirnir í Kamb- túni væru norðlingar og að þeir ’höfðu þar ýmsa leika og þótti fylgja þeim bæði guðleysi og siðspilling mikil. Lá það orð á vermönnum þar, að þeir spjölluðu bæði meyjar og 19 TMM 289
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.