Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 62
Tímarit Máls og menningar öldinni að gæta djúptækra áhrifa frá sjónvarpinu, einnig það hefur mikið að segja. Með því að færa áhorfend- um hráan veruleikann og ótilreiddan, hárugan að vísu oft og tíðum en engu að síður magnaðan áður óþekktum sannfæringarkrafti, hefur sjónvarps- myndin rumskað við smekk þeirra fyrir trúverðugleika og beinni og óvæntari meðhöndlun veruleikans; þessi smekkur kemur prýðilega heim við viðleitni yngri kvikmyndahöf- unda til að sýna lífið eins og það kemur kynslóð þeirra fyrir sjónir í Ijósi sérstakra vandamála æskunnar og með þeim beiska og undanbragða- lausa skýrleika, sem þeir vilja til- einka þekkingarleit sinni og afstöðu til mannsins. Því má þó ekki gleyma að þvílík- ar kröfur eru engan veginn nýjar af nálinni heldur eru þær einmitt hinar sömu og neórealistarnir báru fram fyrir fimmtán árum: eftir að valda- tíma fasismans lauk birtist þörfin fyrir pólitískan og móralskan sann- leika á sviði listrænnar sköpunar í hliðstæðri tilhneigingu til raunsanns áreiðanleika í túlkun umhverfisins. Þar var grundvöllurinn, sjálf undir- staðan undir alla túlkun sannleikans. En neórealisminn þróaðist, greindist í sundurleitar tilhneigingar allt frá tilfinningasemi Zavattinis til yfirdrif- innar leikfærslu Viscontis, en heild- arviðleitni þessarar þróunar er aftur í áttina til hefðbundinna forskrifta leikhússins. Árið 1953 er mikilsvert í þessu tilliti: það ár koma út þrjár myndir, sem marka tímamót: I L’arnore in Citta, kaflanum „Tentato suicidio“ blandast saman persónu- legur stíll Antonionis og smásmyglis- leg atburðalýsing Zavattinis; 1 Vitt- elloni vitnar leiftrandi um skarpa innsýn Fellinis í mannssálina; loks er svo Viaggio in Italia þar sem fyrst örlar á því, sem síðar hlaut nafnið dedramatisation. Ári siðar er það La pointe courte, sem boðar nýtt tímabil í Frakklandi: árum saman var þessi stutta mynd eftir Agnesi Varda gjörsamlega óþekkt, en á því er ekki nokkur vafi að þar er að finna fyrstu einkenni þessarar til- hneigingar til greinandi sálarlífslýs- inga og innra raunsæis, sem átti eftir að verða eitt höfuðeinkenni nýju kvikmyndanna og markar raunar skrefið frá fangavist leikhúsáhrif- anna út í frelsi í ætt við það sem skáldsagan nýtur. Vitaskuld er þó Hiroshima mon amour (1959) sem líta ber á sem hinn fullþroska ávöxt þessarar byltingar og engu minni við- burð en Beitiskipið Potemkín var á sínum tíma, árið 1925, ellegar Citizen Kane árið 1940. Víst þarf til þess nokkra útsjónarsemi að finna tengi- lið eða benda á nokkurnveginn bein áhrif milli þessara kvikmynda eða höfunda þeirra þó þeir greinilega beri í sameiningu ábyrgðina á þess- um nýstárlegu tilhneigingum; við 156
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.