Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 98
Tímarit Máls og menningar í andstöðu við hin almennu, viðteknu siða- lögmál og stendur í vali sínu einn andspæn- is hinu fjarstæðukennda. En endurtekn- ingin reynist á endanum vera, eftir að við höfum elt hana hingað og þangað og séð hana skrumskælda á ýmsa vegu, það sem kalla mætti endurheimt mannsins sjálfs scm einstaks úr viðjum hins al- menna, sú vissa, að hann sé „aftur hann sjálfur“ og viti um leið af frelsi sínu á nýjan hátt. Þar sem endurtekningin er hjá Kierkegaard endurheimt einhvers, sem var fyrir, ])á er hún ekki existentíalistisk í nútfmaskilningi, heldur hliðstæð hinu gríska hugtaki „endurminningin“ (ana- mnesis), sem felst í því, að maðurinn finnur kjarna sinn í upprifjun liinna eilífu hugmynda, sem heimurinn er aðeins end- urskin af, en munurinn er sá, að í endur- tekningunni hverfur maðurinn ekki aftur í tímann til hins upphaflega, heldur endur- tekur hann sig fram á við, í róti lífsins sjálfs. En með því að sá, sem mælir fyrir munn Kierkegaards í bókinni, er aðeins skáld og fagurkeri, og getur því ekki gert endur- tekningunni nema takmörkuð skil, þá verður sá, sem vill fræðast nánar um hana og önnur þvílík hugtök, að leita til ann- arra og seinni „höfunda" en Constantins Constantiusar og fá hjá höfundum eins og Vigilio Haufniensi, Joh. Climaco og eink- um þó Anticlimaco að kynnast sjónarmið- um Kierkegaards í fullri skerpu þeirra og með trúarlegum þunga. Og það er kannski ekki loku fyrir það skotið að einhver les- andi Endurlekningarinnar kunni að finna iivöt hjá sér til þess, en þó skyldi liann gera sér grein fyrir því áður, að þar er í mikið ráðizt, og það er eins og þýðarinn segir: mönnum mundi vart endast ævin til að kynna sér verk Kierkegaards til fulls. Bæði er það, að K. verður það á sjálfum, sem hann nýr Hegel um nasir, að skrifa mörg og þykk bindi, og þótt rit Kierke- gaards séu full af skarplegum athugunum, andríki og kímni, þá eru þau ekki sérlega hnitmiðuð eða föst í byggingu, og hann á það til að leiða menn frá kjarna málsins ineð alls kyns útúrdúrum og snakki og þreyta nienn með endurtekningum — í verri merkingu orðsins. Og þar mun koma, að lesari verður að gera upp við sig, hve langt liann vill fylgja Kierkegaard: livort honum tekst til lengdar að lifa með hon- um í heimsmynd Gamla Testamentisins, einblínandi á það sem hann kallar sam- band sitt við Guð, öndverður á móti þeirri þróun, sem þvingar hann til að skoða sjálf- an sig í Ijósi sögulegrar aðstöðu sinnar og lifa lífinu sem samfélagsvera. Með þessari þýðingu sinni hefur Þor- steinn Gylfason unnið gott verk, ekki af því, að íslenzkir Kierkegaards-lesendur geti ekki allt eins vel lesið Endurtekning- una á frummálinu, heldur af því, að með þýðingum sem þessum er plægður sá akur íslenzks máls, sem löngum hefur verið í mestri órækt, því það er fátítt, að heim- spekilegar hugmyndir komi fram eða séu orðaðar af myndugleika á íslenzku. Þýð- ingin ber í senn vott um vald þýðarans yfir íslenzku máli og kunnáttu í fræðum Kierkegaards. Strangur dómari mundi vilja krossa við þá einu staði, þar sem íslenzk nýyrði yfir heimspekihugtök eru ófær um að ná þeirri merkingu, sem söguleg þróun hefur léð liinu alþjóðlega orði, og nýyrði koma aldrei til með að ná, hve vel svo sem þau kunna að vera smíðuð. Eitt slíkt orð er „metaphysik", sem verður hvorki þýtt með „hin æðsta speki“ né „frumspeki", og svo er um fleiri, en ekki er við neinn að sak- ast út af því. Utlit bókarinnar er forlag- inu rnjög til sóma, sem gaf hana út, og mætti það gjarna gefa út fleiri svo þokka- legar bækur. Kristján Árnason. 192
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.