Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 37
/ Gömlu Reykjavík
Góða bezta! kjaftaðu frá, klöguskj óða, kóngurinn á Krít étur bláan bama-
ak..“!
Svona létu þeir. Mér er illt í mænunni, mælti gömul kona, haninn ... svei!
ruddapeysur! Iss! þessar hænsnapútuvísur!
Við vorum líka Re)'kjavíkurbörn, eins og hin, og blótuðum, það viður-
kenni ég, og kenndum góðum börnum að blóta. Segðu Hans í Kioti, Hans í
Koti, fljótt!
Svona var þetta, ég man það svo greinilega, ekki bara hjá okkur, og þeim
fyrir handan, heldur um þjóðbraut þvera, ár og síð og alla tíð.
Þægðarbörnin voru elt uppi, tekið tak, og kenndar kúnstirnar. Enginn slapp
frá þeirri mafíu. Fyrir lítið kom, að uppi voru á heimilunum, morgun, kvöld
og miðjan dag, umvöndunarpistlar, heilræði sem hirtingar. Ekki var það
fyrir tómlæti, að við börnin vorum óuppdregin börn.
Foreldrarnir stóðu í stykkinu, því megið þið trúa. „Forsjónin“ með magt
og miklu veldi. „Mín kona“ kaus samningaleiðina. Amma var hugsandi
manneskja, og lét sig barnauppeldi miklu varða. Ósjaldan áttum við yfir
höfði ’breyttar uppeldisaðferðir. Nú skyldum við sett „upp á annað skaft“.
„Mín kona“ samþykkti, skaftið kom aldrei, og allt sat við sama ...
„Hvað gengur á?“
„Stærsta Skömm“ hratt upp hurðum. „Gaman, gaman! kennarinn veikur!
frí í skólanum!“ og taskan súrraði eftir kokkliúsborðinu. Svo stal hann fullri
lúku af rúsínum og hljóp út.
Kennarinn var bara lasinn. Aldrei fara þeir á spítala. Mín er alltaf veik,
og kemur alltaf. Undirlögð í höfðinu, og alstaðar, segir hún, og þolir ekki
hávaða.
Allir í leik ... Skessuleik! skessuleik! Nei, Yfir! Allir í yfir! Svo komu
vandræðin sem alltaf vofðu yfir. Boltinn fastur í rennudj.....
Ofurhuginn er skikkaður til að ná honum úr greipum geðillskukellingar.
Boltinn festist aldrei í góðramannarennum.
Þarna er Stebbi! Stebbi stál, stakk sig á nál, seldi sína sál, fyrir eina
skyrskál. Anna, panna, pottur og kanna, púðursykur á undirskál!
Seinna hvarf undirskálin og púddinn, og Anna, pannan, potturinn og kann-
an, lentu í „Pöntunarfélagi Verkamanna“.
Stórfiskaleik! allir í stórfiskaleik!
Hver á að verann?
Ella, mella, kúadella, kross, Gullfoss! Hvaða strákaflenna ætli hafi bætt
við: Ég vil fá einn koss? Við vildum það ekki, og það var lygimál, sem
131