Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 86
Tímarit Máls og m enningar stæð'na þegar um er að ræða kenningar, þannig reynir hann líka að spanna and- stæða póla í tilfinningalífi sínu. Slíkan kjark verður hann að hafa til þess að starfa á mótsagnakenndum tímum. Þessvegna er ferðalag um tilfinningalíf og hugsanaafkima Pier Paolo Pasolinis okkur jafnframt ferðalag um samtímann og vora eigin duldu reynslu. Þessvegna er hann nútímalistamaður í orðsins fyllstu og beztu merkingu. Þó kenningar og tilfinningalíf Pasolinis rúmi slíkar mótsagnir, þá tekur þó fyrst í hnjúkana þegar litið er á þjóðfélagslega og heimspekilega afstöðu lians. Hann er meiri marxisti en kaþólikki, þó er trúartil- finningin djúpstæðari í honum en komm- únisminn ellegar Freudisminn. Sjálfur skilgreinir hann gjarna tilfinningu sfna fyrir heiminum sem ljóðræna skynjun fyrst og fremst, en það ljóð inniber líka ofur- mannlegar kröfur um raunsæi. Eitt er þó það meginstef sem hann aldrei þreytist á að hamra. Hatrið á borg- aranum er undirstaða allra hans verka, í hatrinu á borgaranuin felst allur hans húm- anismi, þetta hatur á góðborgaranum og smáborgaranum er engin smásmyglisleg luntafýla heldur heitt og dimmt og vold- ugt og á ekkert skylt við skælbrosandi sjálfsánægju dólgamarxistans. Þar er ör- væntingin og vonin runnin í eitt og þess- vegna eru öll hans verk framin undir merki dauðans. Dugi ógn dauðans ekki til þess að hvetja menn til þess að verja lífi sínu skynsamlega þá er engin von. Myndin, sem við sjáum á eftir — Teo- rema — er 13. mynd Pasolinis, gerð árið 1968, en kvikmyndastjóraferil sinn hóf hann árið 1961. Hún er jafnframt fyrsta mynd hans um nútímaefni, sem ekki gerist meðal öreigalýðs heldur á heimili góðborg- arans. Þessi mynd hefur valdið dcilum og sums staðar hneyksli. Alls staðar hefur verið spurt: Hver er hann þessi gestur, sem kemur á heimilið og sefur hjá húsmóður- inni, dótturinni, vinnukonunni, syninum á heimilinu og loks hjá húsbóndanum sjálf- um? Hver er þessi miskunnarlausi elsk- liugi, sem skilur þetta fólk eftir í örvænt- ingu og kvöl svo hinn virðulegi verksmiðju- eigandi berháttar loks á almannafæri og hleypur með örvæntingaröskri inní eyði- mörk sinnar vesælu tilveru? Það er gott að menn spyrji, segir höf- undurinn, því myndin endar í spurn. Betur að menn gleymdu þeirri spurningu ekki strax ellegar styngju henni í sálarkomm- óðuna hjá visnuðum fyrirætlunum og myrt- um vonum sínum. Upphaflega segist Pasolini hafa hugsað sér þennan gest sem einskonar fulltrúa frjósemisguðsins, kannske varð hann fyrst og fremst Terence Stamp í öllum sínum trúverðugleik, þ. e. a. s. stjarnan, átrúnað- argoð smáborgarans um víða veröld — allavega breyttist hann mikið á meðan á upptöku myndarinnar stóð svo útkoman varð þessi undarlegi sambreyskingur guðs og djöfuls í mannsmynd, sem talar beint til kynhvatarinnar ellegar einhvers annars mjög djúpstæðs í fólki. Þau bregðast við hvort á sinn hátt — frúin með óseðjandi brókarsótt, dóttirin með sturlun, sonurinn finnur í sér listamanninn og fálmar sig út á þá braut, heimilisfaðirinn eins og fyrr greinir — en vinnukonan tekur sig upp og hverfur til fátæklinganna heima í sveit- inni sinni, sem kunna boðskap hennar ekki annað form en kraftbirtingarinnar og píslarvættisdauðans, sem hún tekur. Myndinni lýkur á öskri. 1 sambandi við frumsýningu þessarar myndar var Pasolini að því spurður hvers vegna seinni verk hans fjölluðu um hug- myndafræðilega kreppu og eins því hvort með þessari mynd bryddi ekki á vaxandi 180
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.