Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 95
Tímarit Máls og menningar inn var ekki aðeins latínulærður á klerk- lega vísu, heldur hefur og haft kynni af sagnfræðiritum miðaldamanna á latínu. Hann hefur sótt þangað fáein tímatalsatriði til viðmiðunar og tengt þau hinu innlenda tímatali. Jakob undirstrikar með réttu hví- h'kt afrek Ari vann með því að leggja grundvöll „að öllu tímatali íslenzkrar sögu á fyrstu öldum Islands byggðar". Það minnkar ekki neitt hlut Ara að sjálfa að- ferðina við að skorða tímatalið hefur hann lært af erlendum fyrirmyndum. Jakob hall- ast að því eins og fleiri fræðimenn að Barði Guðmundsson hafi haft rétt fyrir sér um það að meginið af ársetningum ís- lenzkra annála varðandi viðburði á söguöld sé sótt í rit Ara. Er þá gjört ráð fyrir að þau ártöl sem verða ekki rakin til Islend- ingabókar yngri hafi getað verið runnin frá þeim þáttum sem Ari kveðst hafa fellt niður þegar hann endursamdi rit sitt, átt- artölu og konunga ævi. Þess var ekki að vænta að Ari gæti sótt fróðleik um upphaf Islands byggðar-í er- lend sagnfræðirit, en að fráskildum vissum tímatalsatriðum til viðmiðunar, hafa þau um fram allt haft gildi fyrir hann um form og efnisskipun, og ekki má vanmeta sjálfa hugmyndina, þá að setja saman á bók sögu um upphaf þjóðar sinnar og síðan helztu tíðindi í sögu hennar fram á sína daga. Ari nefnir ekki sjálfur nema eitt útlent rit, sögu Játmundar hins helga Englakonungs, en miklar h'kur eru til að hann hafi þekkt og haft nokkur not af kirkjusögu Englands eftir Beda prest og lært eitthvað af formála þess rits um hlutverk og vinnubrögð sagna- rilara. Beda skrifaði margt annað og allt á latínu. (I upphafi Landnámabókar er vitnað til annars rits eftir Beda og getið dánarárs hans, 735. Þar er og vitnað til enskra bóka um siglingar milli Bretlands og íslandseyja fyrr en landið fannst og byggðist af Noregi. Sýnir þetta lærdóm þrettándu aldar mannsins Sturlu Þórðar- sonar). Af kirkjusögu Beda prests hefur Ari getað fengið fyrirmynd að því að brjóta í bága við þá venju, sem flestir miðaldasagnaritarar fylgdu, að byrja á yf- irliti um sögu heimsins frá sköpun, þó að aðalefnið væri saga eins lands eða stutts tímabils. Þó að augljóst sé að Ari var evrópsk- menntaður rithöfundur er ósvarað þeirri spurningu hvað hafi koinið honum til að skiifa Islendingabók. Hann segist hafa gjört Islendingabók „fyrst biskupum órum, Þorláki ok Katli“, en ekki þarf það að merkja að þeir hafi falið honum að semja þetta rit. Vera mætti að í þessum orðum fælist að hann hefði unnið biskupunum verkið í sama skilningi og þeir sagnaritarar á miðöldum sem tileinkuðu höfðingjum rit sín. Þetta var algengur siður á Englandi og á meginlandinu bæði fyrir tíð Ara og um hans daga ekki síður en á seinni öldum. Reyndar hefði þá mátt búast við formlegri tileinkun (dedicatio) og er nú ekki auðið að vita hvort svo hafi verið í fyrri bókinni, — eða jafnvel í stað formála í þeim hand- ritum seinni bókarinnar sem ætla má að biskupum hafi verið send. Svo mikið er víst að þetta formálskorn hefur ekki verið ætlað þeim, heldur lesendum sem ófróðir voru um tilorðningu ritsins. Furðulegt mætti virðast að Ari skrifaði hók sína á móðurmáli sínu, en ekki á al- þjóðamáli hinna lærðu manna, latínu, eins og flestir evrópskir sagnaritarar gjörðu þá, og enskir rithöfundar þó öllum öðrum fremur. Sagnaritun íslendinga hafði byrjað á riti Sæmundar prests í Odda um Noregs- konunga og var skrifað á latínu. Þetta rit hefur Ari stuðzt við um sumt og hann hef- ur auk þess þekkt Sæmund vel og metið hann mjög mikils. Sama máli var að gegna um þann útlenda sagnaritara sem líkur eru til að Ari hafi þekkt bezt og virt mest, 189
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.