Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 17
Bylting sem ekki sér fyrir endann á andi þetta atriði má benda á boðskap kynþáttaofstækismanna í Suðurríkjum Bandaríkjanna um jafnrétti samfara aðskibiaði). Orsakasamhengið verður því sem hér segir: Konan verður að ganga með og ala börn, hún er bundin fjölskyldunni, hún tekur lítt eða ekki þátt í atvinnulífinu eða opinberum mál- um og býr við kynferðislegt misrétti. Fjölskylduhugtakið er kjarninn í þessari rökleiðslu. Sú hugmynd, að hugtökin „fjölskylda" og „samfélag“ séu, þegar öllu er á botninn hvolft, samstæðrar merkingar, stendur víða föstum fótum og sama má segja um þá skoðun, að ekki sé unnt að grundvalla háþróað nútímasamfélag á öðru en frumfj ölskyldunni einni. Þessi atriði verða því aðeins brotin til mergjar, að við berum fram spurninguna um, hvað átt sé við með fjölskyldu — eða öllu heldur hvaða hlutverki konan gegni í fjölskyldunni. Sé þetta gert, sjáum við vandann í alveg nýju ljósi. Við okkur blasir sú augljósa staðreynd, að staða konunnar innan fjölskyldunnar markast af þremur þáttum og gildir þá einu, hvort um er að ræða fjölskyldu í frumstæðu samfélagi, fjölskyldu, er býr við lénska þjóðfélagshætti, eða fjölskyldu í borgaralegu samfélagi. Þeir þrír þættir, sem hér um ræðir, eru æxlun, kynlíf og félagsmótun barnanna. Hin sögulegu þróunarferli hafa leitt til þess, að þessir þrír þættir eru nátengdir innan hverrar nútímafj ölskyldu, enda þótt engin eðlislæg tengsl séu á milli þeirra. Það er alls ekki alltaf að kynforeldri annist uppeldi barns eða barna sinna (ættleiðing). Við þessar aðstæður skiptir meginmáli, að umræða okkar beinist ekki að einhverju óskilgreindu fj ölskylduhugtaki, heldur að því að brjóta til mergjar þá ólíku þætti, sem það er gert af á líðandi stund. Hitt er svo annað mál, að innan tíðar kann gerð þess að hafa breytzt og vera orðin öll önnur. Oftlega hefur verið á það bent, að æxlunin virðist undirorpin óumbreytanleikanum og óháð rás tímans — líffræðilegt fyrirbæri fremur en sögulegt. Þetta er þó blekking ein sé grannt að gáð. Hið rétta í málinu er, að „æxlunarafstæðurnar“ breytast ekki í samræmi við „framleiðsluafstæðurn- ar“, því að þær geta í reynd haldist óbreyttar, þótt framleiðsluafstæðurnar þróist stig af stigi. Hingað til hafa „æxlunarafstæðurnar" verið skilgreindar út frá þeim náttúrlegu lögmálum, sem ekki varð við ráðið. Að þessu leyti var hér um að ræða líffræðilegt fyrirbæri, sem laut sínum eigin lögmálum. Meðan æxlunin laut einvörðungu sínum náttúrlegu lögmálum, gat auðvitað ekki hjá því farið, að konur væru ofurseldar því hlutskipti að vera tæki til fullnægingar tilteknum samfélagsþörfum. Hvernig sem á málin er litið, er ljóst, að þær réðu ekki lífi sínu nema að nokkru leyti. Þær áttu þess engan kost að velja um, hvort eða hversu oft þær vildu ala börn (nema hvað hægt 207
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.