Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 23
' Bylting sem ekki sér fyrir endann á
ekki að leita að jafningja sínum í konunni, heldur að mótspilara."1 Stundum
átti það sér stað í félagsheildum á útjaðri samfélagsins, að konur öðluðust
jafnrétti, sem fól í sér eitthvað umfram hlutverk hennar sem konu í markaðs-
þjóðfélagi. Konur nutu oft fullkomins jafnréttis innan róttækra sértrúar-
flokka; Fox hélt því fram, að með endurlausninni kæmist á að nýju það
jafnrétti, sem ríkt hefði fyrir syndafallið. Þessi afstaða leiddi til þess, að kon-
ur í trúfélögum kvekara urðu í raun sjálfra sín ráðandi. En jafnskjótt og sér-
trúarflokkarnir höfðu komið föstu skipulagi á starfsemi sína, var á nýjan
leik farið að boða með auknum þunga nauðsyn fjölskylduaga og hlýðnisaf-
stöðu kvenna. Keith Thomas hefur öldungis rétt fyrir sér, er hann segir, að
hinir róttæku mótmælendur „hafi átt dálítinn þátt í að styrkja stöðu kvenna,
en þó ekki svo neinu verulegu nemi“. Húsbóndavaldið stóð óbreytt, og fram-
leiðsluhættirnir í atvinnulífinu stuðluðu að viðhaldi þess. Einkvænið komst á
sem algild og virk meginregla samtímis því að myndbreytingar hins borgara-
lega samfélags skópu þá þjóðfélagshætti, sem við búum við í dag. Tilurð
þessa þjóðfélags táknaði skref fram á við í söguþróuninni, á sama hátt og
raunin varð, eftir að markaðsbúskapurinn komst á, þótt ekki yrði þetta út-
látalaust. Hið lögbundna og formlega jafnrétti, sem þjóðfélag kapítalismans
býður upp á og sú „skynsemi“ sem kapítalismanum er eiginleg, tók nú engu
síður til hjúskaparsáttmálans en vinnusamningsins. í báðum þessum tilvik-
um dylst hreint arðrán og misrétti undir hulu sýndarjafnræðis. Hitt er svo
jafnrétt, að formlegt jafnrétti á þessum sviðum báðum horfir til framfara,
því að það veitir möguleika til frekari sólcnar í jafnréttisátt.
011 aðstaða kvenna í nútímaþjóðfélagi lýtur nýrri móthverfu. Þegar einu
sinni er búið að koma á jafnræði hjúskaparaðila (einkvæni, einveri), skap-
ast þær aðstæður, að frjálsræði á sviði kynlífsins geti eitt sér hugsanlega
stuðlað að frelsi konunnar, en við fjölkvænisaðstæður leiddi slíkt frjálsræði
jafnan af sér það ástand, að konur væru leiksoppar karla með einhverjum
hætti. Við núverandi einkvænisaðstæður þýðir þetta frjálsræði einfaldlega,
að báðum kynjum leyfist nú að víkja frá þeim meginreglum, sem nútíma-
samfélag setur kynlífinu.
Sagan sýnir okkur, að díalektísk þróun hefur átt sér stað. Á tímum, sem
einkenndust af því að fólk bældi niður kynhvöt sína að meira eða minna
leyti, „fórnaði“ það möguleikunum á að fullnægja henni, en við þær að-
stæður, sem þannig sköpuðust, komst á meira jafnræði með körlum og kon-
um á sviði kynlífsins. Þetta aukna jafnræði á svo að geta skapað forsendur
1 Simone de Beauvoir: La Longue Marche (1957).
213