Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 23
' Bylting sem ekki sér fyrir endann á ekki að leita að jafningja sínum í konunni, heldur að mótspilara."1 Stundum átti það sér stað í félagsheildum á útjaðri samfélagsins, að konur öðluðust jafnrétti, sem fól í sér eitthvað umfram hlutverk hennar sem konu í markaðs- þjóðfélagi. Konur nutu oft fullkomins jafnréttis innan róttækra sértrúar- flokka; Fox hélt því fram, að með endurlausninni kæmist á að nýju það jafnrétti, sem ríkt hefði fyrir syndafallið. Þessi afstaða leiddi til þess, að kon- ur í trúfélögum kvekara urðu í raun sjálfra sín ráðandi. En jafnskjótt og sér- trúarflokkarnir höfðu komið föstu skipulagi á starfsemi sína, var á nýjan leik farið að boða með auknum þunga nauðsyn fjölskylduaga og hlýðnisaf- stöðu kvenna. Keith Thomas hefur öldungis rétt fyrir sér, er hann segir, að hinir róttæku mótmælendur „hafi átt dálítinn þátt í að styrkja stöðu kvenna, en þó ekki svo neinu verulegu nemi“. Húsbóndavaldið stóð óbreytt, og fram- leiðsluhættirnir í atvinnulífinu stuðluðu að viðhaldi þess. Einkvænið komst á sem algild og virk meginregla samtímis því að myndbreytingar hins borgara- lega samfélags skópu þá þjóðfélagshætti, sem við búum við í dag. Tilurð þessa þjóðfélags táknaði skref fram á við í söguþróuninni, á sama hátt og raunin varð, eftir að markaðsbúskapurinn komst á, þótt ekki yrði þetta út- látalaust. Hið lögbundna og formlega jafnrétti, sem þjóðfélag kapítalismans býður upp á og sú „skynsemi“ sem kapítalismanum er eiginleg, tók nú engu síður til hjúskaparsáttmálans en vinnusamningsins. í báðum þessum tilvik- um dylst hreint arðrán og misrétti undir hulu sýndarjafnræðis. Hitt er svo jafnrétt, að formlegt jafnrétti á þessum sviðum báðum horfir til framfara, því að það veitir möguleika til frekari sólcnar í jafnréttisátt. 011 aðstaða kvenna í nútímaþjóðfélagi lýtur nýrri móthverfu. Þegar einu sinni er búið að koma á jafnræði hjúskaparaðila (einkvæni, einveri), skap- ast þær aðstæður, að frjálsræði á sviði kynlífsins geti eitt sér hugsanlega stuðlað að frelsi konunnar, en við fjölkvænisaðstæður leiddi slíkt frjálsræði jafnan af sér það ástand, að konur væru leiksoppar karla með einhverjum hætti. Við núverandi einkvænisaðstæður þýðir þetta frjálsræði einfaldlega, að báðum kynjum leyfist nú að víkja frá þeim meginreglum, sem nútíma- samfélag setur kynlífinu. Sagan sýnir okkur, að díalektísk þróun hefur átt sér stað. Á tímum, sem einkenndust af því að fólk bældi niður kynhvöt sína að meira eða minna leyti, „fórnaði“ það möguleikunum á að fullnægja henni, en við þær að- stæður, sem þannig sköpuðust, komst á meira jafnræði með körlum og kon- um á sviði kynlífsins. Þetta aukna jafnræði á svo að geta skapað forsendur 1 Simone de Beauvoir: La Longue Marche (1957). 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.