Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 96
Tímarit Máls og menningar kúru, uppskafningar og ruglandi er birtist í þeirri speki sem Jóhann Páll hef- ur eftir Theodor W. Adorno og hljóðar svo: „Um móthverfu er þá aðeins hægt að tala, þegar mismunandi fyrirbæri eru um leið samsömuð hvert öðru; hún er sú mynd, sem margbreytileiki veruleikans tekur á sig í spegli samsömunarinnar.“ (JPÁ 173) Öllu hversdagslegra dæmi hrekkur til að veita dálitla hugmynd um þessi þrjú einkenni frumspekilegrar hugsunar, en það er svofelld kenning sem Jóhann Páll þykist hafa eftir Immanuel Kant: „Reynslan er ekki lengur einber skoðun veruleikans, heldur reglubundin um- sköpun hans.“ (JPÁ 171) Nú er ekki flugufótur fyrir þvílíkri kenningu í öllu hinu mikla riti Kants um mannlega skynsemi: að því mun ég víkja aftur síðar. En í bili skiptir hitt mestu að Jóhanni Páli þykir þessi kenning að því er bezt verður séð mjög viturleg. Því er hún eftirtektarverð, og ber þá fyrst að veita því athygli að kenningin er að orðanna hljóðan augljós firra. Dæmi reynslu er það að verði mér litið út um dyrnar á þessu kvöldi sé ég tungl í fyllingu og fáeinar stjörnur. Breytir þessi reynsla mín tunglinu, umskapar hún það með reglubundnum hætti? Nei, sem betur fer! Stjörnunum þá? Auðvitað ekki! En hér er aðeins hálf sagan sögð því að kenninguna má skilja óeiginleg- um skilningi. Hún ætti þá ef til vill heima í ævisögu Odds biskups Einarsson- ar eftir ónefndan íslenzkan fræðimann. Þar væri frá því sagt er Tycho Brahe sat um kvöld með sveinum sínum á Hveðn. Og það var tungl og lambær í haga. Þeir hugleiddu víðernin og sköpunarverkið umhverfðist fyrir fjarrænu til- liti þeirra: hér er eitt upphaf þeirra atburða er Isaac Newlon sá epli falla af grein og sköpunarverkið umhverfðist enn fyrir fjarrænu tilliti hans. Og þrem öldum síðar steig Armstrong ofursti fyrstur manna ... Andríkur lesandi get- ur lokið þessari frásögn.2 Og samið aðrar áþekkar þar sem reynslan um- skapar veruleikann með ýmsum öðrum hætti. Það sem hér skiptir máli er að í hinum óeiginlega skilningi verður kenning Jóhanns Páls auðskilin. Hún er þá reist á lágkúru: annaðhvort þeirri að fyrir menn kemur að sjá hlutina í nýju ljósi eða þá hinni að oft breytir það sem menn sjá og heyra ýmsu um rás við- burða, þeir eiga jafnvel til að kynna sér eitthvert málefni í því skyni að hafa á- hrif á atburðina. En slíkar staðhæfingar þykja fæstum spaklegar sem vonlegt er. Því verður uppskafningin þeim til bjargar sem hafa ekki annað markverð- ara að segja og minnir á Reynsluna, Sköpunina og sjálfan Veruleikann: Reynslan er Umsköpun Veruleikans, hvorki meira né minna. Og er nú komið að ruglandinni að nema dýptina í þessari speki. En rétt er ég láti Jóhann Pál einan um allar ályktanir af kenningu sinni. 286
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.