Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar
kúru, uppskafningar og ruglandi er birtist í þeirri speki sem Jóhann Páll hef-
ur eftir Theodor W. Adorno og hljóðar svo: „Um móthverfu er þá aðeins
hægt að tala, þegar mismunandi fyrirbæri eru um leið samsömuð hvert
öðru; hún er sú mynd, sem margbreytileiki veruleikans tekur á sig í spegli
samsömunarinnar.“ (JPÁ 173) Öllu hversdagslegra dæmi hrekkur til að
veita dálitla hugmynd um þessi þrjú einkenni frumspekilegrar hugsunar, en
það er svofelld kenning sem Jóhann Páll þykist hafa eftir Immanuel Kant:
„Reynslan er ekki lengur einber skoðun veruleikans, heldur reglubundin um-
sköpun hans.“ (JPÁ 171) Nú er ekki flugufótur fyrir þvílíkri kenningu í öllu
hinu mikla riti Kants um mannlega skynsemi: að því mun ég víkja aftur síðar.
En í bili skiptir hitt mestu að Jóhanni Páli þykir þessi kenning að því er bezt
verður séð mjög viturleg. Því er hún eftirtektarverð, og ber þá fyrst að veita
því athygli að kenningin er að orðanna hljóðan augljós firra. Dæmi reynslu
er það að verði mér litið út um dyrnar á þessu kvöldi sé ég tungl í fyllingu
og fáeinar stjörnur. Breytir þessi reynsla mín tunglinu, umskapar hún það
með reglubundnum hætti? Nei, sem betur fer! Stjörnunum þá? Auðvitað
ekki!
En hér er aðeins hálf sagan sögð því að kenninguna má skilja óeiginleg-
um skilningi. Hún ætti þá ef til vill heima í ævisögu Odds biskups Einarsson-
ar eftir ónefndan íslenzkan fræðimann. Þar væri frá því sagt er Tycho Brahe
sat um kvöld með sveinum sínum á Hveðn. Og það var tungl og lambær í haga.
Þeir hugleiddu víðernin og sköpunarverkið umhverfðist fyrir fjarrænu til-
liti þeirra: hér er eitt upphaf þeirra atburða er Isaac Newlon sá epli falla af
grein og sköpunarverkið umhverfðist enn fyrir fjarrænu tilliti hans. Og þrem
öldum síðar steig Armstrong ofursti fyrstur manna ... Andríkur lesandi get-
ur lokið þessari frásögn.2 Og samið aðrar áþekkar þar sem reynslan um-
skapar veruleikann með ýmsum öðrum hætti. Það sem hér skiptir máli er að í
hinum óeiginlega skilningi verður kenning Jóhanns Páls auðskilin. Hún er þá
reist á lágkúru: annaðhvort þeirri að fyrir menn kemur að sjá hlutina í nýju
ljósi eða þá hinni að oft breytir það sem menn sjá og heyra ýmsu um rás við-
burða, þeir eiga jafnvel til að kynna sér eitthvert málefni í því skyni að hafa á-
hrif á atburðina. En slíkar staðhæfingar þykja fæstum spaklegar sem vonlegt
er. Því verður uppskafningin þeim til bjargar sem hafa ekki annað markverð-
ara að segja og minnir á Reynsluna, Sköpunina og sjálfan Veruleikann:
Reynslan er Umsköpun Veruleikans, hvorki meira né minna. Og er nú komið
að ruglandinni að nema dýptina í þessari speki. En rétt er ég láti Jóhann Pál
einan um allar ályktanir af kenningu sinni.
286