Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar Gegn þessari eðlistrú tefli ég þeirri söguskoðun sem reifuð var lauslega í Tilraun um manninn. Þar stendur ekki að Grikkir hafi lagt stund á heimspeki og vísindi, heimspekina með ófullkomnum aðferðum, vísindin með sýnu skárri. Þar segir að gríska orðið „filosofia" væri nær að þýða með íslenzka orðinu „vísindi“ en með orðinu „heimspeki“ (ÞG 31). Með öðrum orðum: Grikkir gerðu engan greinarmun á vísindum og heimspeki (eins og Jóhann Páll gerir fyrirvaralaust í endursögn sinni á skoðun minni), og viðfangsefni þess sem þeir kölluðu „filosofia", á borð við hreyfingu hlutanna, starf skyn- færanna, uppruna lífsins og þjóðfélagsins og greiningu tilfinningalífsins, eru mörg eða flest mun skyldari þeim sem við teljum til viðfangsefna vísinda en hinum sem við teljum til viðfangsefna heimspeki. Og það sem meira er: í kveri mínu kemur líka fram að í höfuðdráttum lifði þessi gríska hugmynd um viðfangsefni svonefndrar heimspeki að minnsta kosti allt til loka 18du aldar. Hvernig væri að Jóhann Páll læsi til að mynda Lettres philosophiques Voltaires sér til skemmtunar og hygði að því um leið hvað Voltaire kallar „philosophie“ ? Það er ekki sízt eðlisfræði þeirra Descartes og Newtons sem við nefnum svo.5 Þessu fylgir annar skilningur á ritum flestra heimspekinga fyrri alda en sá sem algengastur er á handbókum. Hann veldur því, eins og fram kemur í kveri mínu, að svonefnd þekkingarfræði Descartes og rökfræði Leibnitz verða að óaðskiljanlegum þætti tilrauna þessara ágætu manna til að reisa heims- mynd náttúruspekinnar á því sem þeir töldu traustari grundvöll þeim er þeir Galileo og Newton létu sér lynda. Rökin sem að þessum skilningi hníga eru vitaskuld margþætt og sum flókin, og þau er því miður ekki tóm til að rekja hér. Lítið dæmi atriðis sem hnígur að skilningi mínum get ég þó ekki stillt mig um að nefna: þau ummæli Descartes í bréfi til Mersennes frá 9da febrúar 1639 að reynist Harvey hafa á réttu að standa um hjartað og blóðrásina (sem segja má að komið hafi á daginn) þá sé gervöll heim- speki sín einskis virði: „tout le reste de ma Philosophie ne vaut rien“. Síðan lýsir Descartes heimspeki sinni sem því er við mundum kalla kerfi vísinda- legra kenninga.6 Af þessu má ráða hverjum augum Descartes leit á fræði sín. Hins ber að geta að með hinum ívitnuðu orðum tekur hann fulldjúpt í ár- inni: þótt flestar kenningar hans hafi reynzt rangar og kerfi þeirra óviðunan- legt eru fj ölmörg einstök atriði í ritum hans sem standa fyrir sínu enn í dag, að sögulegu gildi þeirra frátöldu. Þannig gat Einstein gert sér nokkurn mat úr vangaveltum hans um rúmið,7 og af sálarfræði hans í Oflum sálarlífsins (Passions de l’áme) má eitt og annað læra.8 Og enn má nefna hugmyndir 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.