Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 103
Skemmtilegt er myrkrið mér þá fyrst að leggja á það sérstaka áherzlu að honum verður með afbrigð- um ábótavant. En hyggjum að Hume. Höfuðrit Humes, JJm mannlega náttúru (A Treatise of Human Nature), er svo fjarri því að vera samið í því skyni að vefengja réttmæti vísindalegrar þekkingarleitar að það er yfirlýst tilraun til að koma raunvísindalegri sálar- fræði og siðfræði á legg (sbr. ÞG 40, 148). Undirtitill þess er „Tilraun til að reisa siðleg fræði á grundvelli hugsunaraðferðar tilraunavísindanna“ („An Attempt to introduce tlie experimental Method of Reasoning into Moral Sub- jects“: með „moral subjects“ á Hume nánast við það sem nú heitir „social sciences“ á ensku og ýmist „atferðisvísindi“ eða „félagsvísindi“ á íslenzku). Það hvarflaði því ekki að Hume að vefengja eðlisfræði Newtons þótt hann gerði skynsamlegar athugasemdir við ýmsa þætti hennar eins og Berkeley hafði áður gert.13 Þvert á móti vildi hann taka hana sér til fyrirmyndar er hann reyndi að semja nýja sálarfræði í stað þeirrar sem Locke hafði samið og var viðurkennt höfuðrit á þeirri tíð. Þess má geta að mér virðist það þeim mun óafsakanlegra af Jóhanni Páli að hafa ekki hugboð um þetta sem fremsti heimspekingur Islendinga síðan Guðmund Finnbogason leið, prófessor Páll S. Árdal, hefur samið frábært rit um suma þætti sálarfræði Humes og þá sið- fræði sem hann vildi reisa á þeim.14 Jóhann Páll þykist lýsa efahyggju Humes, en veit bersýnilega ekki hvernig Hume skildi orðið „scepticism". Þetta orð Humes væri kannski nær að þýða með orðinu „efi“ en „efahyggja“ því að í ritum hans er ekki fyrst og fremst um kenningu með þessu nafni að tefla, heldur um tvær ólíkar aðferðir.1B Onnur þessara aðferða er kennd við Descartes, og lýsti Hume henni réttilega svo að iðkendur hennar vildu efast skipulega um alla hluti í því skyni að rata áður en lyki á einhverja þá staðreynd eða staðhæfingu sem yrði ekki rengd með neinum rökum. Slíkan efa taldi hann geta verið nytsamlegan að því leyti sem hann ynni gegn hleypidómum, en hann taldi fráleitt að komast mætti með þessum hætti að áreiðanlegum frumspekilegum niðurstöðum og studdi þá skoðun sína prýðilegum rökum. Sínum eigin efa lýsti Hume hins vegar svo að hann gengi að niðurstöðum vísindanna vísum (og væri því „conse- quent scepticism“ fremur en „antecedent scepticism“), en gagnrýndi þær á grundvelli vísindalegrar rannsóknar á sálargáfum manneskjunnar, þar á meðal hæfileikanum til að afla þekkingar með beitingu skilningarvitanna.10 Af þessari lýsingu einni má ráða að ekki er eins mikill munur á meginvið- horfum þeirra Humes og Kants og oft er látið að liggja, enda á Kant fullt í fangi með að skýra muninn á aðferð sinni og aðferð Humes. Sína aðferð kall- 293
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.