Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 104
Tímarit Máls og menningar ar hann „gagnrýni skynseminnar" og greinir hana frá einberu eftirliti með öfgum skynseminnar sem sé aðferð Humes: með vafasömum rétti líkir hann aðferð Humes við duttlungafulla ritskoðun („Zensur der Vernunft“), en sinni við rökstuddan ritdóm („Kritik der Vernunft“).17 Því má segja að hinn mikli munur sem er á kenningum þessara tveggja höfuðsmanna heimspek- innar komi fyrst fram í ýmsum smærri atriðum rökræðu þeirra um sálargáfur manneskjunnar. Nú er þess að geta að gefnu tilefni að á þessari rökræðu þeirra Humes og Kants er alvarlegur galli frá samtímasjónarmiði: sá að hvorugur gerir grein- armun á sálarfræði námsins sem við köllum annars vegar og aðferðarfræði vísindanna hins vegar. Af þeim tveim getur hin fyrrnefnda ein heitið rann- sókn á réttnefndum sálargáfum, enda uiðu frumdrög þeirra Humes og Kants að slíkri rannsókn upphaf þeirra fræða sem Jean Piaget hefur stundað með einna ágætustum árangri á okkar dögum og nefnir námsfrœði („epistémo- logie génétique“).18 Á hinn bóginn var hin síðarnefnda í rauninni meginvið- fangsefni þeirra beggja, einkum Kants, og henni bjuggu þeir ákaflega villandi búning sálfræðilegra hugleiðinga. í þekkingarfræði þeirra er þannig enginn greinarmunur gerður á hversdagslegri reynslu af orsökum og afleiðingum, á borð við þá að sólarhiti bræðir vax, og hinum flóknustu athugunum vísind- anna sem ekki geta heitið „reynsla“ í neinum hversdagslegum skilningi, til að mynda þeirri að þyngdaraflið veldur því að brautir reikistjarnanna eru sporbaugar. Þeir draga því ályktanir um vísindalega aðferð af greiningu sinni á hversdagslegri reynslu og sækja að auki sum hugtök reynslugreiningar sinn- ar til aðferðarfræðinnar. Hvort tveggja gera þeir án þess að gera sér fylli- lega ljóst að hversdagsleg reynsla og vísindaleg könnun eru í ýmsum grein- um ólík fyrirbæri, þó ekki væri nema þeirri að í hversdagslegri reynslu eru augljósir einstaklingsbundnir þættir sem ekki verður sagt í sama skilningi um vísindalega könnun veraldar. Þessi galli á fræðum þeirra Humes og Kants á sér nafn og heitir sálar- hyggjci („psychologism“, ,,Psychologismus“).* Og því get ég hennar hér að andóf gegn hvers konar sálarhyggju er ein uppistaðan í heimspekisögu síð- ustu hundrað ára eða svo, allt frá dögum þeirra Bradleys, Freges og Husserls á öldinni sem leið og í upphafi þessarar til síðustu tíma þeirra Wittgensteins, Ryles og Austins, en lærisveinar hinna síðarnefndu þremenninga hafa gert gagnrýni sálarhyggjunnar að grundvelli rannsókna sinna á ýmsum sviðum * Þess er skylt að geta að svonefnd sálarhyggja er til í ýmsum ólíkum myndum og því fer fjarri að orð mín séu tæmandi lýsing á neinni þeirra. 294
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.