Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 104
Tímarit Máls og menningar
ar hann „gagnrýni skynseminnar" og greinir hana frá einberu eftirliti með
öfgum skynseminnar sem sé aðferð Humes: með vafasömum rétti líkir hann
aðferð Humes við duttlungafulla ritskoðun („Zensur der Vernunft“), en
sinni við rökstuddan ritdóm („Kritik der Vernunft“).17 Því má segja að hinn
mikli munur sem er á kenningum þessara tveggja höfuðsmanna heimspek-
innar komi fyrst fram í ýmsum smærri atriðum rökræðu þeirra um sálargáfur
manneskjunnar.
Nú er þess að geta að gefnu tilefni að á þessari rökræðu þeirra Humes og
Kants er alvarlegur galli frá samtímasjónarmiði: sá að hvorugur gerir grein-
armun á sálarfræði námsins sem við köllum annars vegar og aðferðarfræði
vísindanna hins vegar. Af þeim tveim getur hin fyrrnefnda ein heitið rann-
sókn á réttnefndum sálargáfum, enda uiðu frumdrög þeirra Humes og Kants
að slíkri rannsókn upphaf þeirra fræða sem Jean Piaget hefur stundað með
einna ágætustum árangri á okkar dögum og nefnir námsfrœði („epistémo-
logie génétique“).18 Á hinn bóginn var hin síðarnefnda í rauninni meginvið-
fangsefni þeirra beggja, einkum Kants, og henni bjuggu þeir ákaflega villandi
búning sálfræðilegra hugleiðinga. í þekkingarfræði þeirra er þannig enginn
greinarmunur gerður á hversdagslegri reynslu af orsökum og afleiðingum, á
borð við þá að sólarhiti bræðir vax, og hinum flóknustu athugunum vísind-
anna sem ekki geta heitið „reynsla“ í neinum hversdagslegum skilningi, til
að mynda þeirri að þyngdaraflið veldur því að brautir reikistjarnanna eru
sporbaugar. Þeir draga því ályktanir um vísindalega aðferð af greiningu sinni
á hversdagslegri reynslu og sækja að auki sum hugtök reynslugreiningar sinn-
ar til aðferðarfræðinnar. Hvort tveggja gera þeir án þess að gera sér fylli-
lega ljóst að hversdagsleg reynsla og vísindaleg könnun eru í ýmsum grein-
um ólík fyrirbæri, þó ekki væri nema þeirri að í hversdagslegri reynslu eru
augljósir einstaklingsbundnir þættir sem ekki verður sagt í sama skilningi
um vísindalega könnun veraldar.
Þessi galli á fræðum þeirra Humes og Kants á sér nafn og heitir sálar-
hyggjci („psychologism“, ,,Psychologismus“).* Og því get ég hennar hér að
andóf gegn hvers konar sálarhyggju er ein uppistaðan í heimspekisögu síð-
ustu hundrað ára eða svo, allt frá dögum þeirra Bradleys, Freges og Husserls
á öldinni sem leið og í upphafi þessarar til síðustu tíma þeirra Wittgensteins,
Ryles og Austins, en lærisveinar hinna síðarnefndu þremenninga hafa gert
gagnrýni sálarhyggjunnar að grundvelli rannsókna sinna á ýmsum sviðum
* Þess er skylt að geta að svonefnd sálarhyggja er til í ýmsum ólíkum myndum og því
fer fjarri að orð mín séu tæmandi lýsing á neinni þeirra.
294