Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 105
Skemmtilegt er myrkrið atferðisvísindanna, einkum þó á sálarfræði vitundarlífsins að hætti Wittgen- steins sjálfs. Af þessum sökum er eðlilegt að kenningar andófsmanna sálar- hyggjunnar setji mikinn svip á Tilraun um manninn, til að mynda á vanga- veltur mínar um innistöður og útistöður. Ekki sízt þegar til þess er líka tekið að ég tel samtímasjónarmiðið sýnu skynsamlegra en sálarhyggju þeirra Humes og Kants og hef raunar freistað þess að færa nokkur rök að þeirri skoðun minni. Af öllu þessu virðist Jóhann Páll ekki vita. Þegar hann býst til að lýsa þeim viðhorfum mínum og lærifeðra minna sem hér er um að tefla verður ekki annað fyrir honum en einn frasinn frá. Sá er „heimspeki hins eðlilega máls“, en sú heimspeki hefur hann heyrt fleygt að kenni að merking orðs sé fólgin í allri notkun þess í daglegum umsvifum manna (JPÁ 174). En um þennan vafasama frasa sem á sér furðuflókna sögu mun ég ekki ræða að sinni, né heldur um þann alvarlega vanskilning á síðari ritum Wittgensteins sem honum fylgir að jafnaði og fram kemur í ritsmíð Jóhanns Páls þar sem ekki verður séð að höfundurinn hafi hugboð um hvaða tilgangi hugleiðingum Wittgen- steins um merkingu orða er ætlað að þjóna. Hverfum heldur aftur til þeirra Humes og Kants. Nú beitti Hume efasemdaaðferðinni með ágætum árangri í viðureign sinni við „náttúrlega guðfræði“ sem svo var nefnd (til aðgreiningar frá guðfræði eða guðstrú reistri á opinberun einni saman): í Samrœðum um trúarbrögðin (Dialogues concerning Natural Religion) hrakti hann hefðbundnar sannanir fyrir tilveru guðs í anda þessarar aðferðar með meira eða minna óyggjandi rökum. Og við blasir af ýmsum ummælum Kants sjálfs að það sem hann gat ekki sætt sig við í ritum Humes var alls ekki sú skoðun að „vísindaleg þekkingarleit væri óréttmæt“, enda var þar enga slíka að finna, heldur hin að guð almáttugur væri að öllum líkindum ekki til. Þarna stóð hnífurinn í kúnni. Kant hafði látið sannfærast af rökfærslu Humes í Samrœðum hans, auk þess sem hann þóttist vita að Hume hefði verið vammlaus maður svo að ekki væri illsku hans um að kenna. En eftir sem áður þótti honum það óviðunanlegt kaldlyndi að vísa guðstrúnni á bug, annarri eins uppsprettu huggunar og hag- sældar meðal mannanna.19 Ef Kant hefði gert tilveru guðs að meginviðfangsefni heimspeki sinnar gerðum við honum tæplega jafnhátt undir höfði og raun er á. En það gerði hann ekki. Hann sá sem var að um miklu meira var að tefla þar sem hin nýja heimsmynd vísindanna var annars vegar: mannlegu sjálfræði var ógnað og þar með öllu siðferði. Hann sá líka ýmsa annmarka á tilraun Humes til 295
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.